Enski boltinn

Owen ætlar að taka ákvörðun næsta sumar

Elvar Geir Magnússon skrifar

Michael Owen segist verða í herbúðum Newcastle út tímabilið en vill ekki tjá sig um hvað gerist eftir það. Þessi 29 ára leikmaður verður samningslaus í sumar og hefur verið orðaður við Chelsea, Tottenham og fleiri félög.

Hann hefur hafnað nýjum þriggja ára samningi frá Newcastle. Hann segir málið ekki snúast um peninga heldur þurfi hann bara meiri tíma til að taka ákvörðun um framtíðina.

„Ég vona að það verði horft jákvæðum augum á þetta. Ég mun skoða málið vel og taka ákvörðun næsta sumar," sagði Owen í viðtali við BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×