Enski boltinn

McAllister rekinn frá Leeds

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary McAllister, fyrrum stjóri Leeds.
Gary McAllister, fyrrum stjóri Leeds. Nordic Photos / Getty Images
Enska C-deildarliðið Leeds ákvað í dag að reka Gary McAllister úr starfi knattspyrnustjóra eftir að liðið tapaði fimm leikjum í röð. Leeds er nú í níunda sæti deildarinnar.

„Þessi ákvörðun var tekin nú til að tryggja að nýr knattspyrnustjóri fái nægan tíma til að koma liðinu upp stigatöfluna," sagði í yfirlýsingu frá Leeds.

McAllister tók við starfinu í janúar síðastliðnum af Dennis Wise.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×