Enski boltinn

Sanchez kærði Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lawrie Sanchez, knattspyrnustjóri Fulham.
Lawrie Sanchez, knattspyrnustjóri Fulham. Nordic Photos / Getty Images
Lawrie Sanchez, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham, hefur kært félagið fyrir að standa ekki við greiðslur eftir að hann var rekinn frá félaginu.

Sanchez var rekinn í desember síðastliðnum en hefur ekki fengið neina greiðslu frá Fulham síðan þá.

„Fólk heldur að þegar maður er rekinn þá fái maður samninginn uppgreiddan og allt sé í himnalagi. Þannig er það þó ekki," sagði Sanchez.

„Einn daginn er maður rekinn af félaginu sem segir „farðu með okkur fyrir dómstóla og reyndu að fá peningana þannig"."

„Þetta myndi aldrei viðgangast með leikmenn eða umboðsmenn þeirra. En þetta er veruleikinn sem knattspyrnustjórar búa við."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×