Enski boltinn

Viduka ætlar ekki að gefast upp

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mark Viduka.
Mark Viduka.

Mark Viduka, sóknarmaður Newcastle segist ekkert vera farinn að íhuga það að hætta knattspynuiðkun. Viduka hefur verið að kljást við erfið meiðsli og fóru sögur í gang um að hann ætlaði að leggja skóna á hilluna næsta sumar.

„Það kemur ekki til greina af minni hálfu að hætta eftir tímabilið. Ég vil helst spila annað tímabil með Newcastle. Ég legg mig allan fram þegar ég spila fyrir liðið," sagði Viduka sem er 33 ára.

„Mér finnst gaman að mæta til vinnu á hverjum degi, sérstaklega eftir sigurleiki. Það hefur verið ansi erfitt að lenda í þessum meiðslum en ég er kominn aftur út á völlinn og það er frábær tilfinning."

Viduka hefur einnig verið orðaður við lið í heimalandi sínu, Ástralíu. Hann segist þó sjálfur helst af öllu vilja vera áfram í herbúðum Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×