Innlent

Ráðherrabíll Björns grýttur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bifreið Björns Bjarnasonar var grýtt í hádeginu.
Bifreið Björns Bjarnasonar var grýtt í hádeginu.

Þegar mótmæli stóðu sem hæst yfir við Alþingishúsið í hádeginu í dag var ráðherrabíll Björns Bjarnasonar grýttur með eggjum. Björn segir frá þessu á vefsíðu sinni. Hann telur ólíklegt að markmið mótmælendanna, að fá ríkisstjórnina til að víkja og koma á tímabundinni þjóðstjórn, náist með aðgerðum sem þessum.

„Skömmu eftir að ég hafði sest til matar í skálanum, kom Jón Magnússon, þingmaður frjálslyndra, og spurði mig, hvort ráðherrabíll fyrir utan væri á mínum vegum. Ég kvað já við því og sagði Jón mér þá, að kastað hefði verið í hann eggjum. Jón Geir, bílstjóri minn, fór á bílnum til að þrífa hann, en þegar ég gekk með Illuga Gunnarssyni alþingismanni út úr skálanum var enginn sjáanlegur við þinghúsið. Urðum við Illugi samferða í góða veðrinu út Austurstræti og upp Arnarhól," segir Björn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×