Enski boltinn

Diego Lopez í mark City?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Diego Lopez.
Diego Lopez.

Njósnarar frá Manchester City voru staddir á Spáni um helgina til að fylgjast með Diego Lopez, markverði Villareal.

Lopez er talinn meðal bestu markvarða spænsku deildarinnar eftir að hafa komið frá Real Madrid sumarið 2007. Hann er 27 ára og samningsbundinn Villareal til 2014. Hann er metinn á tæplega 30 milljónir punda.

Fleiri félög hafa sýnt honum áhuga en njósnarar City sáu hann fá á sig tvö mörk gegn Barcelona á sunnudag.

City ætlar að opna veskið í janúar og hefur félagið einnig verið orðað við Gianluigi Buffon markvörð Juventus. Mark Hughes, knattspyrnustjóri City, hyggst versla sig út úr þeim vandræðum sem liðið hefur verið í þetta tímabilið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×