Innlent

,,Færeyingar! Íslendingar segja takk"

Opnuð hefur verið vefsíða sem hefur þann tilgang að þakka Færeyingum fyrir veitta aðstoð en tilkynnt var í vikunni að Færeyingar ætla að lána Íslendingum 300 milljónir danskra króna að jafnvirði 6,1 milljarða króna. Hægt er að rita nafn sitt á síðuna og senda Færeyingum kveðju.

,,Íslendingar hafa á síðunni vettvang til að þakka Færeyingum fyrir þetta frábæra framtak. Sjálfum fannst mér mikið til þess koma. Þessi aðstoð gefur okkur mikinn styrk," segir Ísfirðingur sem stendur að baki vefsíðunni og vill ekki koma fram undir nafni og segir að sé aukatriði.

,,Aðalmálið er að þakka Færeyingum fyrir okkur. Þeir eru frábærir nágrannar og hjálpuðu okkur hér fyrir vestan eftir snjóflóðin á sínum tíma. Þetta er það minnsta sem við getum gert."

Undirskriftasöfnunin fer fram hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×