Færeyingar rétta fram hjálparhönd Trausti Hafliðason skrifar 29. október 2008 00:01 Frá Nólsoy í Færeyjum. Efnahagsmál Færeyska landstjórnin hefur samþykkt að veita Íslendingum gjaldeyrislán að andvirði 300 milljörðum danskra króna eða um sex milljarða króna. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, sagði í samtali við Fréttablaðið að samstaða hafi verið milli allra sex stjórnmálaflokka landsins um að veita Íslendingum lán. Hann sagði að Færeyingar finni til með Íslendingum sem gangi nú gegnum djúpa kreppu enda séu þjóðirnar mjög nánar og miklir vinir. Hann minnir þó á að þetta sé lán en ekki gjöf. „Bæði Færeyingar og Íslend-ingar eru stoltar þjóðir," sagði Johannesen. „Við upplifðum svipaðar þrengingar árið 1992 en stóðum sterkari upp úr þeirri lægð. Ég veit að Íslendingar munu einnig gera það. Ég er viss um að ég tali fyrir hönd allra Færeyinga þegar ég segi að þessi lánveiting var það eina rétta í stöðunni." Johannesen undrast enn fremur viðbrögð breskra stjórnvalda við falli íslensku bankanna. „Það er stórkostlegt óréttlæti að beita hryðjuverkalöggjöf gegn friðelskandi þjóð sem hefur ekkert drepið neitt nema fisk," segir Johannesen. Jóhannes Eidesgaard, fjármálaráðherra Færeyja, tekur undir með Johannesen. „Við gengum í gegnum svipaða erfiðleika og Íslendingar í byrjun tíunda áratugarins og vitum hvernig það er að njóta hvergi trúverðugleika á erfiðum stundum og geta hvergi fengið lán," sagði Eidesgaard í samtali við Fréttablaðið. Þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir gengi íslensku krónunnar má gera ráð fyrir að það samsvari rúmlega sex milljörðum íslenskra króna. Ef Íslendingar vildu veita annarri þjóð hlutfallslega jafnstórt lán yrði það því um það bil 40 milljarðar íslenskra króna að upphæð en Jóannes segist sannfærður um að Íslendingar myndu gera slíkt hið sama fyrir Færeyinga. Hann segir engan vilja fyrir því að Íslendingar greiði vexti af þessari upphæð. Pétur Blöndal, formaður efnahagsnefndar Alþingis, segir lánið mjög hátt miðað við fjölda Færeyinga. Ekki sé hægt að búast við lánveitingu frá öðrum löndum í sama hlutfalli. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Efnahagsmál Færeyska landstjórnin hefur samþykkt að veita Íslendingum gjaldeyrislán að andvirði 300 milljörðum danskra króna eða um sex milljarða króna. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, sagði í samtali við Fréttablaðið að samstaða hafi verið milli allra sex stjórnmálaflokka landsins um að veita Íslendingum lán. Hann sagði að Færeyingar finni til með Íslendingum sem gangi nú gegnum djúpa kreppu enda séu þjóðirnar mjög nánar og miklir vinir. Hann minnir þó á að þetta sé lán en ekki gjöf. „Bæði Færeyingar og Íslend-ingar eru stoltar þjóðir," sagði Johannesen. „Við upplifðum svipaðar þrengingar árið 1992 en stóðum sterkari upp úr þeirri lægð. Ég veit að Íslendingar munu einnig gera það. Ég er viss um að ég tali fyrir hönd allra Færeyinga þegar ég segi að þessi lánveiting var það eina rétta í stöðunni." Johannesen undrast enn fremur viðbrögð breskra stjórnvalda við falli íslensku bankanna. „Það er stórkostlegt óréttlæti að beita hryðjuverkalöggjöf gegn friðelskandi þjóð sem hefur ekkert drepið neitt nema fisk," segir Johannesen. Jóhannes Eidesgaard, fjármálaráðherra Færeyja, tekur undir með Johannesen. „Við gengum í gegnum svipaða erfiðleika og Íslendingar í byrjun tíunda áratugarins og vitum hvernig það er að njóta hvergi trúverðugleika á erfiðum stundum og geta hvergi fengið lán," sagði Eidesgaard í samtali við Fréttablaðið. Þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir gengi íslensku krónunnar má gera ráð fyrir að það samsvari rúmlega sex milljörðum íslenskra króna. Ef Íslendingar vildu veita annarri þjóð hlutfallslega jafnstórt lán yrði það því um það bil 40 milljarðar íslenskra króna að upphæð en Jóannes segist sannfærður um að Íslendingar myndu gera slíkt hið sama fyrir Færeyinga. Hann segir engan vilja fyrir því að Íslendingar greiði vexti af þessari upphæð. Pétur Blöndal, formaður efnahagsnefndar Alþingis, segir lánið mjög hátt miðað við fjölda Færeyinga. Ekki sé hægt að búast við lánveitingu frá öðrum löndum í sama hlutfalli.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira