Færeyingar rétta fram hjálparhönd Trausti Hafliðason skrifar 29. október 2008 00:01 Frá Nólsoy í Færeyjum. Efnahagsmál Færeyska landstjórnin hefur samþykkt að veita Íslendingum gjaldeyrislán að andvirði 300 milljörðum danskra króna eða um sex milljarða króna. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, sagði í samtali við Fréttablaðið að samstaða hafi verið milli allra sex stjórnmálaflokka landsins um að veita Íslendingum lán. Hann sagði að Færeyingar finni til með Íslendingum sem gangi nú gegnum djúpa kreppu enda séu þjóðirnar mjög nánar og miklir vinir. Hann minnir þó á að þetta sé lán en ekki gjöf. „Bæði Færeyingar og Íslend-ingar eru stoltar þjóðir," sagði Johannesen. „Við upplifðum svipaðar þrengingar árið 1992 en stóðum sterkari upp úr þeirri lægð. Ég veit að Íslendingar munu einnig gera það. Ég er viss um að ég tali fyrir hönd allra Færeyinga þegar ég segi að þessi lánveiting var það eina rétta í stöðunni." Johannesen undrast enn fremur viðbrögð breskra stjórnvalda við falli íslensku bankanna. „Það er stórkostlegt óréttlæti að beita hryðjuverkalöggjöf gegn friðelskandi þjóð sem hefur ekkert drepið neitt nema fisk," segir Johannesen. Jóhannes Eidesgaard, fjármálaráðherra Færeyja, tekur undir með Johannesen. „Við gengum í gegnum svipaða erfiðleika og Íslendingar í byrjun tíunda áratugarins og vitum hvernig það er að njóta hvergi trúverðugleika á erfiðum stundum og geta hvergi fengið lán," sagði Eidesgaard í samtali við Fréttablaðið. Þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir gengi íslensku krónunnar má gera ráð fyrir að það samsvari rúmlega sex milljörðum íslenskra króna. Ef Íslendingar vildu veita annarri þjóð hlutfallslega jafnstórt lán yrði það því um það bil 40 milljarðar íslenskra króna að upphæð en Jóannes segist sannfærður um að Íslendingar myndu gera slíkt hið sama fyrir Færeyinga. Hann segir engan vilja fyrir því að Íslendingar greiði vexti af þessari upphæð. Pétur Blöndal, formaður efnahagsnefndar Alþingis, segir lánið mjög hátt miðað við fjölda Færeyinga. Ekki sé hægt að búast við lánveitingu frá öðrum löndum í sama hlutfalli. Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Sjá meira
Efnahagsmál Færeyska landstjórnin hefur samþykkt að veita Íslendingum gjaldeyrislán að andvirði 300 milljörðum danskra króna eða um sex milljarða króna. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, sagði í samtali við Fréttablaðið að samstaða hafi verið milli allra sex stjórnmálaflokka landsins um að veita Íslendingum lán. Hann sagði að Færeyingar finni til með Íslendingum sem gangi nú gegnum djúpa kreppu enda séu þjóðirnar mjög nánar og miklir vinir. Hann minnir þó á að þetta sé lán en ekki gjöf. „Bæði Færeyingar og Íslend-ingar eru stoltar þjóðir," sagði Johannesen. „Við upplifðum svipaðar þrengingar árið 1992 en stóðum sterkari upp úr þeirri lægð. Ég veit að Íslendingar munu einnig gera það. Ég er viss um að ég tali fyrir hönd allra Færeyinga þegar ég segi að þessi lánveiting var það eina rétta í stöðunni." Johannesen undrast enn fremur viðbrögð breskra stjórnvalda við falli íslensku bankanna. „Það er stórkostlegt óréttlæti að beita hryðjuverkalöggjöf gegn friðelskandi þjóð sem hefur ekkert drepið neitt nema fisk," segir Johannesen. Jóhannes Eidesgaard, fjármálaráðherra Færeyja, tekur undir með Johannesen. „Við gengum í gegnum svipaða erfiðleika og Íslendingar í byrjun tíunda áratugarins og vitum hvernig það er að njóta hvergi trúverðugleika á erfiðum stundum og geta hvergi fengið lán," sagði Eidesgaard í samtali við Fréttablaðið. Þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir gengi íslensku krónunnar má gera ráð fyrir að það samsvari rúmlega sex milljörðum íslenskra króna. Ef Íslendingar vildu veita annarri þjóð hlutfallslega jafnstórt lán yrði það því um það bil 40 milljarðar íslenskra króna að upphæð en Jóannes segist sannfærður um að Íslendingar myndu gera slíkt hið sama fyrir Færeyinga. Hann segir engan vilja fyrir því að Íslendingar greiði vexti af þessari upphæð. Pétur Blöndal, formaður efnahagsnefndar Alþingis, segir lánið mjög hátt miðað við fjölda Færeyinga. Ekki sé hægt að búast við lánveitingu frá öðrum löndum í sama hlutfalli.
Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Sjá meira