Innlent

Vill hætta við bæjarstjóraskipti vegna kreppunnar

Bæjarfulltrúi í minnihlutanum á Akureyri vill að hætt verði við fyrirhuguð bæjarstjóraskipti vegna umrótsins í efnahagsmálum. Verðandi bæjarstjóri hafnar því.

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur verið beðinn um að starfa áfram í tvö ár vegna kreppunnar enda sé nú ekki rétti tíminn til að skipta um karlinn í brúnni. Og þetta á einnig við um pólitíkina að mati Jóhannesar Bjarnasonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokks, í minnihlutanum á Akureyri.

Hann vill að hætt verði við fyrirhuguð bæjarstjóraskipti næsta vor á Akureyri en meirihlutasamningur Samfyllkingar og Sjálfstæðisflokks gerir ráð fyrir að Sigrún Björk Jakobsdóttir stígi þá til hliðar og Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, taki við.

Verðandi bæjarstjóri næsta vor að óbreyttu hafnar því að gefa frá sér bæjarstjórastólinn enda myndi það engan vanda leysa.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×