Erlendar skuldir sjávarútvegsins munu lækka 23. október 2008 15:06 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Við fall fjármálageirans eykst vægi sjávarútvegs í íslenska þjóðarbúskapnum frá því sem verið hefur á allra síðustu árum. Þetta sagði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var í Turninum í Kópavogi í dag. Einar segir að nú þurfi að tryggja eðlileg gjaldeyrisviðskipti og koma á stöðugu gengi svo fyrirtækin geti unnið snurðulaust og sjávarútvegurinn verið sá burðarás sem við blasi á Íslandi á komandi vikum og mánuðum. „Mín skilaboð til ykkar og annarra í sjávarútvegi eru þess vegna mjög skýr. Menn eiga ekki að leggja árar í bát við þessar aðstæður. Þótt staðan á efnahagsreikningum sé slæm um þessar mundir vegna hins lága gengis, er það aðeins um stundarsakir. Gengi krónunnar er langt undir jafnvægisgengi og mun styrkjast þegar frá líður. Við það lækka erlendar skuldir sjávarútvegsins eins og annarra atvinnugreina, mælt í innlendri mynt. Það er því rangt að leggja mat á stöðu einstakra fyrirtækja út frá skammvinnum stundarveruleika, einfaldlega vegna þess að við getum ekki vænst annars en þess að krónan eigi eftir að styrkjast þannig að hún leiti jafnvægis á allt öðrum og sterkari stað en nú er," sagði Einar. Einar segir því nauðsynlegt að reyna að róa sameiginlega út úr þessum brimskafli og komast á sléttari sjó. Sjávarútvegurinn hafi allar forsendur til þess. Afurðaverð hafi almennt verið gott og samkeppnisstaða íslensks sjávarútvegs sé góð, ekki síst vegna þess orðspors sem hann hafi notið. Einar Kristinn gat þess einnig að þeir sem stæðu fyrir útgerð hlytu að eiga rétt á því að stjórnmálamenn sköpuðu þeim vinnufrið til framtíðar en litu ekki á það sem eðlilegt hlutverk sitt að svipta fiskveiðiréttindum til og frá eins og taflmönnum á skákborði. Næg væri óvissan samt í sjávarútveginum þótt pólitískri óvissu væri ekki bætt ofan í kaupið. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Við fall fjármálageirans eykst vægi sjávarútvegs í íslenska þjóðarbúskapnum frá því sem verið hefur á allra síðustu árum. Þetta sagði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var í Turninum í Kópavogi í dag. Einar segir að nú þurfi að tryggja eðlileg gjaldeyrisviðskipti og koma á stöðugu gengi svo fyrirtækin geti unnið snurðulaust og sjávarútvegurinn verið sá burðarás sem við blasi á Íslandi á komandi vikum og mánuðum. „Mín skilaboð til ykkar og annarra í sjávarútvegi eru þess vegna mjög skýr. Menn eiga ekki að leggja árar í bát við þessar aðstæður. Þótt staðan á efnahagsreikningum sé slæm um þessar mundir vegna hins lága gengis, er það aðeins um stundarsakir. Gengi krónunnar er langt undir jafnvægisgengi og mun styrkjast þegar frá líður. Við það lækka erlendar skuldir sjávarútvegsins eins og annarra atvinnugreina, mælt í innlendri mynt. Það er því rangt að leggja mat á stöðu einstakra fyrirtækja út frá skammvinnum stundarveruleika, einfaldlega vegna þess að við getum ekki vænst annars en þess að krónan eigi eftir að styrkjast þannig að hún leiti jafnvægis á allt öðrum og sterkari stað en nú er," sagði Einar. Einar segir því nauðsynlegt að reyna að róa sameiginlega út úr þessum brimskafli og komast á sléttari sjó. Sjávarútvegurinn hafi allar forsendur til þess. Afurðaverð hafi almennt verið gott og samkeppnisstaða íslensks sjávarútvegs sé góð, ekki síst vegna þess orðspors sem hann hafi notið. Einar Kristinn gat þess einnig að þeir sem stæðu fyrir útgerð hlytu að eiga rétt á því að stjórnmálamenn sköpuðu þeim vinnufrið til framtíðar en litu ekki á það sem eðlilegt hlutverk sitt að svipta fiskveiðiréttindum til og frá eins og taflmönnum á skákborði. Næg væri óvissan samt í sjávarútveginum þótt pólitískri óvissu væri ekki bætt ofan í kaupið.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira