Innlent

Snjókoma á Akureyri í alla nótt

MYND/Akureyri.is

Snjó hefur kyngt niður á Akureyri í alla nótt og er þar nú að minnsta kosti 20 sentimetra djúpur jafnfallinn snjór. Veður hefur verið kyrrt þannig að ekki hefur skafið.

Þá er slabb og hálka á götum höfuðborgarsvæðisins. Annars er spáð afleitu veðri um vestanvert landið síðar í dag, einkum á Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Gert er ráð fyrir að vindur blási þá úr norðvestri , allt upp í 28 metra á sekúndu, með snjókomu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×