Umferðarslys varð á Reykjanesbraut við Garðheima fyrir stundu. Lögreglan, sjúkrabifreiðar og tækjabíll slökkviliðsins eru komin á vettvang og er Reykjanesbraut norðan af Breiðholtsbraut lokuð.
Lögreglan gerir ráð fyrir því að hún verði lokuð í að minnsta kosti klukkustund.
Ekki vitað um tildrög né slys að svo stöddu.