Darling: Orðspor Íslands mun bíða hræðilega hnekki - Samtalið við Árna 23. október 2008 20:48 Alistair Darling, ,,Þú verður að gera þér ljóst að orðspor þjóðar þinnar bíður hræðilega hnekki," sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, í samtali við Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, í síma 7. október. Kastljós birti í kvöld samtal þeirra en lesið var upp af afrit af símtali ráðherranna sem hafði verið þýtt yfir á íslensku. „Ég verð að segja eins og er að þegar ég hitti kollega þína og þá hina, þá í raun kemur í ljós að það sem okkur var sagt reyndist ekki rétt. Ég hafði mjög miklar áhyggjur af stöðu bankans í London og þeir héldu áfram að segja okkur að ekkert væri að óttast. Og þú veist, í þeirri stöðu sem við erum í núna, þá er hér í þessu landi fjöldi fólks sem lagði inn fé og það kemur til með að tapa ansi miklu af peningum og það fólk mun eiga erfitt með að skilja hvernig það gerðist," sagði Darling. Darling spurði Árna hvort að íslensk stjórnvöld tryggðu innistæður sparifjáreigenda í íslensku bönkunum og svaraði Árni að það ætti við reikninga á Íslandi. Þá spurði Darling Árna hvort það væri ekki andstöðu við samninginn um Evrópska efnhagssvæðið að tryggja ekki innstæður íslensku bankanna í útibúum utan Íslands. Árni svaraði: ,,Nei, það teljum við ekki. Reyndar tel ég það vera í samræmi við það sem aðrar þjóðir hafa verið að gera undanfarna daga." Í framhaldinu spurði Darling hvort nægt fé væri í tryggingarsjóðum. Árni sagði að mögulega væri svo ekki. ,,Það er hræðileg staða," sagði Darling. ,,Þú verður að gera þér ljóst að orðspor þjóðar þinnar bíður hræðilega hnekki," sagði Darling. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
,,Þú verður að gera þér ljóst að orðspor þjóðar þinnar bíður hræðilega hnekki," sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, í samtali við Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, í síma 7. október. Kastljós birti í kvöld samtal þeirra en lesið var upp af afrit af símtali ráðherranna sem hafði verið þýtt yfir á íslensku. „Ég verð að segja eins og er að þegar ég hitti kollega þína og þá hina, þá í raun kemur í ljós að það sem okkur var sagt reyndist ekki rétt. Ég hafði mjög miklar áhyggjur af stöðu bankans í London og þeir héldu áfram að segja okkur að ekkert væri að óttast. Og þú veist, í þeirri stöðu sem við erum í núna, þá er hér í þessu landi fjöldi fólks sem lagði inn fé og það kemur til með að tapa ansi miklu af peningum og það fólk mun eiga erfitt með að skilja hvernig það gerðist," sagði Darling. Darling spurði Árna hvort að íslensk stjórnvöld tryggðu innistæður sparifjáreigenda í íslensku bönkunum og svaraði Árni að það ætti við reikninga á Íslandi. Þá spurði Darling Árna hvort það væri ekki andstöðu við samninginn um Evrópska efnhagssvæðið að tryggja ekki innstæður íslensku bankanna í útibúum utan Íslands. Árni svaraði: ,,Nei, það teljum við ekki. Reyndar tel ég það vera í samræmi við það sem aðrar þjóðir hafa verið að gera undanfarna daga." Í framhaldinu spurði Darling hvort nægt fé væri í tryggingarsjóðum. Árni sagði að mögulega væri svo ekki. ,,Það er hræðileg staða," sagði Darling. ,,Þú verður að gera þér ljóst að orðspor þjóðar þinnar bíður hræðilega hnekki," sagði Darling.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira