Fótbolti

Miðaverð lækkað á landsleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í leik Íslands og Skotlands.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik Íslands og Skotlands.

KSÍ hefur ákveðið að lækka miðaverð á leik Íslands og Makedóníu sem fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöldið. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2010.

„Með þessu vonar að Knattspyrnusambandið að sem flestir geti séð sér fært að koma á Laugardalsvöllinn til að styðja við bakið á íslenska landsliðinu," segir í frétt á heimasíðu KSÍ.

KSÍ mun einnig sjá til þess að þeir sem hafi þegar keypt sér miða á leikinn fái mismuninn endurgreiddan.

Miðaverð er á bilinu 500-1500 krónur í forsölu en 1000-2000 krónur á leikdegi.

Ef mið er tekið af miðaverði á leikinn gegn Skotlandi sem fór fram í byrjun september er um umtalsverða lækkun að ræða. Dýrustu miðarnir í forsölu hafa verið lækkaðir um 70 prósent og aðrir verðflokkar um 75 prósent.

Hér má nálgast miðasölukerfi KSÍ og miða.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×