Innlent

Engar skemmdir þrátt fyrir skjálftana

Frá Grímsey en þar hefur jörð skolfið síðastliðinn sólarhring.
Frá Grímsey en þar hefur jörð skolfið síðastliðinn sólarhring.

Engar skemmdir hafa orðið á eignum í Grímsey þrátt fyrir að jörð hafi skolfið þar undanfarinn sólarhring, að sögn Bjarna Magnússonar hreppstjóra þar.

Bjarni fór að heiman um miðjan dag í gær og segist því hafa misst af stærstu skjálftunum. Hins vegar hafi hann verið í stöðugu símasambandi heim til sín. „Þetta er nú þannig að það hefur hrist dálítið mikið og lengi en það hefur ekkert hrunið úr hillum og engar skemmdir eftir því sem ég best veit," segir Bjarni. Hann segir að fólk sé alveg æðrulaust yfir þessu. „Við erum mjög vön þessu, í það minnsta fullorðna fólkið. Það er helst unga fólkið eða þeir sem eru aðfluttir sem kippa sér mest yfir þessu," segir Bjarni.

Bjarni segir að skjálftar hafi verið tíðir í Grímsey allt frá því að hann hafi verið ungur drengur en ef til vill beri meira á þeim eftir að nútíma mælingar hafi verið teknar upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×