Innlent

Bretar lána 460 milljarða vegna innistæðuskulda

Alistair Darling er fjármálaráðherra Bretlands.
Alistair Darling er fjármálaráðherra Bretlands.

Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að lána íslenskum stjórnvöldum 2,2 milljarða punda, jafnvirði nærri 460 milljarða króna, og er það sagður hluti af samkomulagi sem gert hafi verið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Frá þessu greinir breska blaðið Guardian og vísar til heimildarmanna í breska fjármálaráðuneytinu. Hann segir jafnframt að fjármunirnir jafngildi þeirri upphæð sem bresk stjórnvöld segja að íslensk stjórnvöld þurfi að ábyrgjast á innistæðureikningum í Bretlandi eftir hrun íslensku bankanna. Er þar væntanlega átt við Icesave-reikninga Landsbankans sem verið hafa bitbein þjóðanna að undanförnu.

Fyrr í dag sendu Bretar, Hollendingar og Þjóðverjar frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram kom að þau myndu bjóða íslenskum stjórnvöld það sem nefnt er forfjármögnun í tengslum við samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Er þar væntanlega átt við að Íslendingar fái lán hjá þjóðunum vegna skuldbindinga í tengslum við erlenda innistæðureikninga í gömlu bönkunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×