Enski boltinn

Bellamy eftirsóttur í janúar

AFP

Harry Redknapp stjóri Tottenham segist óttast að Manchester City gæti einnig verið á höttunum eftir framherjanum Craig Bellamy hjá West Ham í janúar.

Redknapp hefur gefið það út að hann vilji fá Bellamy til Tottenham en sagt er að West Ham hafi neitað tilboði frá fjendum sínum upp á um 6 milljónir punda.

Bellamy kostaði West Ham 7,5 milljónir punda þegar hann kom frá Liverpool á sínum tíma.

"Ég hugsa að komi fleiri tilboð í Bellamy en ef kemur tilboð frá Manchester City verður afar erfitt að keppa við það. Þeir geta hent milljónum í allar áttir," sagði Harry Redknapp. Búist er við að Tottenham geri annað tilboð.

Ef Bellamy hefði hug á að fara til Manchester City myndi hann hitta þar fyrir gamlan kunningja í Mark Hughes - en þeir hafa bæði unnið saman hjá Blackburn og landsliði Wales.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×