Erlent

Telur að umheimurinn hafi skilning á aðgerðum Ísraela

Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, telur að Telur að umheimurinn hafi skilning á aðgerðum Ísraela á Gazasvæðinu. Tala fallinna í loftárásum Ísraelshers á Gaza í dag fer stighækkandi og nú er talið að um tvö hundruð manns hafi fallið og á fjórða hundrað manns hafi særst.

Livni réttlætti árásirnar í dag með því að þær væru svar Ísraela við eldflaugaárásum stuðningsmanna Hamas á Ísrael. Hún sagðist hafa fulla trú á því að umheimurinn hefði skilning á aðgerðum Ísraelsmanna, enda væru þeir að verja þjóð sína fyrir árásum öfgasinnaðra íslamista, sem breiddu út hatur í þessum heimshluta með stuðningi stjórnvalda í Íran.

Talsmenn Hamas fordæma loftárásirnar og segja þær hafa bitnað á saklausum borgurum, eins og konum og börnum og hóta hefndum. Loftárásirnar í dag eru fordæmalausar en alls hefur verið ráðist á um eða yfir 30 skotmörk og boða Ísraelsmenn að þetta sé aðeins upphafið að því sem koma skal.










Tengdar fréttir

120 látnir eftir loftárásir Ísraela

Rúmlega 120 Palestínumenn eru látnir og yfir 200 særðir eftir að Ísraelar hófu röð loftárása á Gaza-ströndina í morgun. Tugum flugskeyta hefur verið skotið á skotmörk á svæðinu, þar á meðal lögreglustöð. Gaza-svæðið hefur verið á yfirráðasvæði Hamas-samtakanna frá í júní 2007.

Egyptar fordæma loftárásir Ísraela - 155 látnir

Stjórnvöld í Kaíró fordæma loftárásir Ísraela í harðorði yfirlýsingu sem ríkisfréttastöðin Mena birti fyrir stundu. Egyptar telja að Ísraelar beri fulla ábyrgð á dauða yfir 155 Palestínumanna á Gaza-svæðinu í morgun.

Fjöldamorð framin til að uppræta Hamas - 195 látnir

Ísraelar fremja fjöldamorð á Palastínumönnum á Gaza-svæðinu til að ganga á milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, að mati Sveins Rúnars Haukssonar formanns félagsins Ísland-Palestína. Hann segir að árásin í morgun hafi verið yfirvofandi um nokkurt skeið. Það styttist í þingkosningar í Ísrael og frambjóðendur keppast við að lýsa því yfir að þeir vilji eyða Hamas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×