Erlent

Egyptar fordæma loftárásir Ísraela - 155 látnir

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands. MYND/AFP
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands. MYND/AFP

Stjórnvöld í Kaíró fordæma loftárásir Ísraela í harðorði yfirlýsingu sem ríkisfréttastöðin Mena birti fyrir stundu. Egyptar telja að Ísraelar beri fulla ábyrgð á dauða yfir 155 Palestínumanna á Gaza-svæðinu í morgun.

Ísraelsher hóf í morgun röð loftárása á Gaza-ströndina sem svar Ísraelsstjórnar við sprengjuárásum Hamasliða á ísraelskt landsvæði eftir að vopnahlé þessara aðila rann út í sandinn fyrir rúmri viku.

Hosni Mubarak, forsesti Eygptalands, hefur fyrirskipað að landamærum við Rafah á milli Egyptalands og Gaza verði opnuð fyrir fórnarlömb loftskeytaárásanna.

Ísrael býr yfir einum öflugasta flugher nútímaríkja og hefur honum aldrei áður verið beitt með eins öflugum hætti gegn Palestínumönnum og gerðist í morgun.




Tengdar fréttir

120 látnir eftir loftárásir Ísraela

Rúmlega 120 Palestínumenn eru látnir og yfir 200 særðir eftir að Ísraelar hófu röð loftárása á Gaza-ströndina í morgun. Tugum flugskeyta hefur verið skotið á skotmörk á svæðinu, þar á meðal lögreglustöð. Gaza-svæðið hefur verið á yfirráðasvæði Hamas-samtakanna frá í júní 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×