Enski boltinn

Wenger hefur trú á Adams

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger stjóri Arsenal segist hafa fulla trú á fyrrum fyrirliða sínum Tony Adams þrátt fyrir að hann hafi ekki byrjað glæsilega með lið Portsmouth.

Portsmouth hefur aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum sínum og Adams mætir með lærisveina sína á Emirates á morgun og leikur við Arsenal.

"Hann verður frábær stjóri og hefur allt sem til þarf til þess," sagði Wenger um fyrrum fyrirliða sinn hjá Arsenal. Adams var fyrirliði Arsenal sem m.a. vann bæði deild og bikar fyrir sléttum tíu árum.

Þó Wenger hafi trú á sínum manni, bendir hann á að það sé ekki auðvelt að taka skrefið í þjálfun og knattspyrnustjórastarfið.

"Adams var mikill leiðtogi á velli, en það er stór munur á því og að vera knattspyrnustjóri. Það er enginn fæddur inn í þetta starf - ég hef a.m.k. ekki hitt neinn slíkan ennþá," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×