Riðið á vaðið um helgina 8. júlí 2008 06:00 Stofustáss Verk eftir þær Sally og Mo. Myndlistartvíeykið Sally og Mo, eða þær Þóra Gunnarsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir, opna sýningu í Gallerí Auga fyrir auga, Hverfisgötu 35, á laugardag kl. 15. Sýningin nefnist „Sally og Mo: Ríða á vaðið". Þær Elín og Þóra hafa starfað saman undir vinnuheitinu Sally og Mo í um þrjú ár; þær eru vinir sem vinna saman að listverkefnum þar sem sköpun og spuni eru í fyrirrúmi, einkum og sér í lagi upplifun þeirra af líðandi stundu. Í gegnum spunann safna þær saman reynslu sinni í formi ljósmynda, myndbanda eða þrívíðra hluta og finna úr þeim augnablik myndlíkinga. Um þessar mundir skoða þær táknmynd og þýðingu fagurfræðinnar í hversdagslegu umhverfi og er sérstakur miðpunktur athugana þeirra hugmyndin um „stofustássið", en það er fyrirbæri sem flestir Íslendingar kannast við að heiman. Þær stöllur gera tilraunir með að tengja saman spuna og sköpun við táknmynd styttunnar í stofunni og myndarinnar yfir sófanum og þær hugmyndir sem við höfum um hvort tveggja í okkar nánasta umhverfi. Með þessari nýju sýningu reyna þær að brjóta upp þessar hugmyndir og láta vaða, ef svo mætti að orði komast, á einlægan hátt. Samstarf þeirra Elínar og Þóru hófst í listahópnum Skúla í Túni, sem starfræktur var á vinnustofu nokkurra listamanna í Skúlatúni á árunum 2005-2007. Elín Anna útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2004 og Þóra árið 2005, en hún lauk auk þess meistaranámi frá Listaháskólanum í Gautaborg árið 2007. Þær hafa tekið þátt í fjölda samsýninga sem og haldið einkasýningar; Elín Anna nú síðast í Anima Gallerí í febrúar síðastliðnum og Þóra í Gallerí Cosmopolitan í Gautaborg í mars 2007. Sem Sally og Mo hafa þær meðal annars sýnt á síðustu Sequences-hátíð og á NordArt-hátíðinni í Carlshütte í Þýskalandi árið 2007. Sýningin „Sally og Mo: Ríða á vaðið" verður opin miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18 í Gallerí Auga fyrir auga fram til 1. ágúst næstkomandi. vigdis@frettabladid.is Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Myndlistartvíeykið Sally og Mo, eða þær Þóra Gunnarsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir, opna sýningu í Gallerí Auga fyrir auga, Hverfisgötu 35, á laugardag kl. 15. Sýningin nefnist „Sally og Mo: Ríða á vaðið". Þær Elín og Þóra hafa starfað saman undir vinnuheitinu Sally og Mo í um þrjú ár; þær eru vinir sem vinna saman að listverkefnum þar sem sköpun og spuni eru í fyrirrúmi, einkum og sér í lagi upplifun þeirra af líðandi stundu. Í gegnum spunann safna þær saman reynslu sinni í formi ljósmynda, myndbanda eða þrívíðra hluta og finna úr þeim augnablik myndlíkinga. Um þessar mundir skoða þær táknmynd og þýðingu fagurfræðinnar í hversdagslegu umhverfi og er sérstakur miðpunktur athugana þeirra hugmyndin um „stofustássið", en það er fyrirbæri sem flestir Íslendingar kannast við að heiman. Þær stöllur gera tilraunir með að tengja saman spuna og sköpun við táknmynd styttunnar í stofunni og myndarinnar yfir sófanum og þær hugmyndir sem við höfum um hvort tveggja í okkar nánasta umhverfi. Með þessari nýju sýningu reyna þær að brjóta upp þessar hugmyndir og láta vaða, ef svo mætti að orði komast, á einlægan hátt. Samstarf þeirra Elínar og Þóru hófst í listahópnum Skúla í Túni, sem starfræktur var á vinnustofu nokkurra listamanna í Skúlatúni á árunum 2005-2007. Elín Anna útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2004 og Þóra árið 2005, en hún lauk auk þess meistaranámi frá Listaháskólanum í Gautaborg árið 2007. Þær hafa tekið þátt í fjölda samsýninga sem og haldið einkasýningar; Elín Anna nú síðast í Anima Gallerí í febrúar síðastliðnum og Þóra í Gallerí Cosmopolitan í Gautaborg í mars 2007. Sem Sally og Mo hafa þær meðal annars sýnt á síðustu Sequences-hátíð og á NordArt-hátíðinni í Carlshütte í Þýskalandi árið 2007. Sýningin „Sally og Mo: Ríða á vaðið" verður opin miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18 í Gallerí Auga fyrir auga fram til 1. ágúst næstkomandi. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira