Enski boltinn

Barton í sex mánaða fangelsi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Barton hefur viðurkennt líkamsárás.
Barton hefur viðurkennt líkamsárás.

Joey Barton, leikmaður Newcastle, hefur játað á sig líkamsárás í desember á síðasta ári. Barton var þá handtekinn vegna slagsmála sem brutust út fyrir utan McDonalds veitingastað.

Samkvæmt heimildarmanni BBC hófust slagsmálin þegar ónefndur maður var að gera grín að því að bróðir Barton situr í fangelsi vegna morðs. Barton hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi vegna árásarinnar.

Barton hefur áður komist í fréttirnar fyrir að hafa drepið í vindli í auga á ungum leikmanni í jólaveislu Manchester City. Þá var hann kærður af Ousmane Dabo, fyrrum félaga sínum hjá City, fyrir líkamsárás eftir að þeir lentu í áflogum á æfingasvæði félagsins í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×