Innlent

Upp­sagnir hjá Sýn, staða fjöl­miðla og trans dans Mið­flokksins

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12.

Hlutabréf í fjarskiptafyrirtækinu Sýn féllu um fimmtung í morgun eftir að fyrirtækið gaf út afkomuviðvörun í gærkvöldi. Ráðist verður í skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu og var gripið til uppsagna í morgun.

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir umsögn minnihlutans í allsherjar- og menntamálanefnd ómálefnalega. Minnihluti nefndarinnar hefur lagst gegn lækkun hlutfalls endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla og segir frumvarpið, sem lagt var fram af Loga, senda þau skilaboð að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina.

Varaþingmaður Miðflokksins segir trans hatur ekki mega vera stefnu flokksins. Maður sem skráði sig í flokkinn degi fyrir landsfund geti ekki talað fyrir heildina. Miðflokksmenn kunni að vera ósammála, en trans hatur eigi ekki heima innan flokksins.

Fátæktargildra sem Öryrkjabandalagið kom upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun, var fjarlægð af lögreglu um einni og hálfri klukkustund síðar. Formaður bandalagsins segir samfélagið þurfa að taka afstöðu til þess hvort það samþykki að hluti þess búi við fátækt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×