Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. október 2025 21:00 Ofbeldi gegn öldruðum er oft dulið og þeir sem verða fyrir því upplifa oft á tíðum skömm. Vísir/Vilhelm Erfitt getur reynst að stöðva ofbeldi gegn öldruðum þar sem úrræði skortir. Þetta segir deildarstjóri heimaþjónustu sem kallar eftir þeim. Þá fer vanræksla og fjárhagslegt ofbeldi aldraðra vaxandi og dæmi um að tugir milljóna króna hafi verið hafðir af eldra fólki. Flókið er að ná utan um umfang ofbeldis gegn öldruðum á Íslandi er sérfræðingar sem tóku þátt í málþingi Landssambands eldri borgara um málið í dag eru á því að það fari vaxandi. „Ég held að almenningur hafi ekki hugmynd um hvernig aðstæður margir af okkar eldri borgurum búa við og hvernig ofbeldi þeir búa við,“ segir Ragnheiður Þórisdóttir deildarstjóri heimaþjónustu hjá Austurmiðstöð sem er ein þeirra sem hélt erindi á málþinginu. Ragnheiður segir þá sem sinna heimahjúkrun oft verða vara við ofbeldi í hinum ýmsu myndum. „Ég er að fá alltof mörg mál inn á borð til mín og bara eins og vanræksla sem að flokkast undir ofbeldi er mjög algengt. Það að það vanti mat í ísskáp hjá viðkomandi sem við erum beðin um að sjá um að gefa mat. Við þurfum bókstaflega að ganga á eftir einhverjum að kaupa mat í ísskápinn til að gefa hinum aldraðra þetta er bara einn hluti af ofbeldinu. Þetta er vanræksla.“ Ragnheiður Þórisdóttir deildarstjóri heimaþjónustu hjá Austurmiðstöð segir mörg mál hafa ratað á sitt borð er varða ofbeldi gegn öldruðum. Vísir/Sigurjón Fjárhagslegt ofbeldi gegn öldruðum er einnig vaxandi vandamál og eru aldraðir líklegri en þeir yngri til að falla fyrir netsvikum. Um eitt þúsund netsvikamál hafa komið upp hjá Landsbankanum á þessu ári og snúa mörg þeirra að eldra fólki en allt að fimmtíu milljónir hafa tapast í einstaka málum. „Í þessum málum eru fjártjónin miklu hærri. Þetta er fjártjón hjá eldra fólk sem hefur jafnvel verið alla starfsævina að safna sér inn fyrir eldri árunum og ætlar að njóta lífsins að það fellur fyrir svikum og er jafnvel að tapa öllum sínum peningum á einu bragði fyrir svikara sem hefur samband við það,“ segir Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum sem einnig hélt erindi á málþinginu. Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum segir aldraða oft verða fyrir barðinu á netsvikurum. vísir Ragnheiður segir að þegar komi að alvarlegustu málunum sem komi upp út frá heimaþjónustu, þar sem aldraðir séu beittir andlegu og líkamlegu ofbeldi, skorti úrræði. „Okkar úrræði eru stundum mjög takmörkuð og við komum oft að lokuðum dyrum sem kæra sig ekki um að við séum að skipta okkur að.“ Hún kallar eftir úrræðum og segir dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til í alvarlegum málum en úrræðaleysi hafi háð henni líka. Erfitt sé vegna aðstæðna að fara með konur sem þurfa hjúkrun í Kvennaathvarfið og ekkert athvarf sé til fyrir aldraða veika karlmenn sem verða fyrir ofbeldi. „Við höfum nýtt hvíldarinnlagnarúrræði en Landspítalinn hefur verið að taka þau núna sem biðpláss út af skorti á hjúkrunarrýmum fyrir þá sem bíða eftir hjúkrunarrými og þar af leiðandi fækkar hvíldarinnlagnarplássunum sem við höfum til þess að grípa í, til þess mögulega að taka skjólstæðinginn út af heimili, út úr aðstæðum og setja hann í öruggt skjól.“ Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Flókið er að ná utan um umfang ofbeldis gegn öldruðum á Íslandi er sérfræðingar sem tóku þátt í málþingi Landssambands eldri borgara um málið í dag eru á því að það fari vaxandi. „Ég held að almenningur hafi ekki hugmynd um hvernig aðstæður margir af okkar eldri borgurum búa við og hvernig ofbeldi þeir búa við,“ segir Ragnheiður Þórisdóttir deildarstjóri heimaþjónustu hjá Austurmiðstöð sem er ein þeirra sem hélt erindi á málþinginu. Ragnheiður segir þá sem sinna heimahjúkrun oft verða vara við ofbeldi í hinum ýmsu myndum. „Ég er að fá alltof mörg mál inn á borð til mín og bara eins og vanræksla sem að flokkast undir ofbeldi er mjög algengt. Það að það vanti mat í ísskáp hjá viðkomandi sem við erum beðin um að sjá um að gefa mat. Við þurfum bókstaflega að ganga á eftir einhverjum að kaupa mat í ísskápinn til að gefa hinum aldraðra þetta er bara einn hluti af ofbeldinu. Þetta er vanræksla.“ Ragnheiður Þórisdóttir deildarstjóri heimaþjónustu hjá Austurmiðstöð segir mörg mál hafa ratað á sitt borð er varða ofbeldi gegn öldruðum. Vísir/Sigurjón Fjárhagslegt ofbeldi gegn öldruðum er einnig vaxandi vandamál og eru aldraðir líklegri en þeir yngri til að falla fyrir netsvikum. Um eitt þúsund netsvikamál hafa komið upp hjá Landsbankanum á þessu ári og snúa mörg þeirra að eldra fólki en allt að fimmtíu milljónir hafa tapast í einstaka málum. „Í þessum málum eru fjártjónin miklu hærri. Þetta er fjártjón hjá eldra fólk sem hefur jafnvel verið alla starfsævina að safna sér inn fyrir eldri árunum og ætlar að njóta lífsins að það fellur fyrir svikum og er jafnvel að tapa öllum sínum peningum á einu bragði fyrir svikara sem hefur samband við það,“ segir Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum sem einnig hélt erindi á málþinginu. Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum segir aldraða oft verða fyrir barðinu á netsvikurum. vísir Ragnheiður segir að þegar komi að alvarlegustu málunum sem komi upp út frá heimaþjónustu, þar sem aldraðir séu beittir andlegu og líkamlegu ofbeldi, skorti úrræði. „Okkar úrræði eru stundum mjög takmörkuð og við komum oft að lokuðum dyrum sem kæra sig ekki um að við séum að skipta okkur að.“ Hún kallar eftir úrræðum og segir dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til í alvarlegum málum en úrræðaleysi hafi háð henni líka. Erfitt sé vegna aðstæðna að fara með konur sem þurfa hjúkrun í Kvennaathvarfið og ekkert athvarf sé til fyrir aldraða veika karlmenn sem verða fyrir ofbeldi. „Við höfum nýtt hvíldarinnlagnarúrræði en Landspítalinn hefur verið að taka þau núna sem biðpláss út af skorti á hjúkrunarrýmum fyrir þá sem bíða eftir hjúkrunarrými og þar af leiðandi fækkar hvíldarinnlagnarplássunum sem við höfum til þess að grípa í, til þess mögulega að taka skjólstæðinginn út af heimili, út úr aðstæðum og setja hann í öruggt skjól.“
Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira