Ferill Robbie Keane 29. júlí 2008 10:52 NordcPhotos/GettyImages Írski framherjinn Robbie Keane hefur komið víða við á ferli sínum sem knattspyrnumaður, en hann sló ungur í gegn með liði Wolves og varð fljótt mjög eftirsóttur leikmaður. Liverpool keypti Keane frá Tottenham í gær fyrir upphæð sem gæti numið um 20 milljónum punda þegar upp verður staðið og verður honum ætlað að leika við hlið hins magnaða Fernando Torres í framlínunni. Hér fyrir neðan er stiklað á stóru yfir feril kappans: 1980: Fæddur í Dublin þann 8. júlí og skírður Robert David Keane. 1994: Gengur í raðir Wolves þrátt fyrir áhuga nokkurra stórliða. Þar lék hann undir stjórn Graham Taylor, fyrrum þjálfara enska landsliðsins. 1997: Skrifar undir sinn fyrsta samning sem atvinnumaður í kring um 17. afmælisdag sinn. Skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með aðalliðinu í 2-0 sigri Wolves á Norwich á fyrsta degi keppnistímabilsins. 1998: Spilar sinn fyrsta landsleik fyrir Íra þegar hann kemur inn sem varamaður á móti Tékkum. Kjörinn maður leiksins í sínum öðrum landsleik fyrir Íra gegn Argentínu og sumarið eftir er hann lykilmaður í ungmennaliði Íra sem vinnur Evrópubikarinn á Kýpur. 1999: Lið eins og Middlesbrough og Aston Villa sýna honum mikinn áhuga í upphafi leiktíðar, en hann ákveður að vera áfram hjá Wolves. Aston Villa gerir 5,5 milljón punda tilboð í hann, en Wolves vill fá 6 milljónir. Sir Alex Ferguson lætur hafa eftir sér að hann myndi ekki greiða meira en 500,000 pund fyrir Keane. Gengur í raðir Coventry í ágúst og verður dýrasti táningurinn í ensku úrvalsdeildinni. Skorar tvö mörk í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í 2-0 sigri á Derby. 2000: Skorar 17. og síðasta mark sitt fyrir Coventry gegn Middlesbrough í apríl og í júlí gengur hann í raðir Inter Milan fyrir 13 milljónir punda og skrifar undir fimm ára samning. Missir síðar sæti sitt í liði Inter og er orðaður við Chelsea. Gengur til liðs við Leeds sem lánsmaður í desember með möguleika á varanlegum félagaskiptum. 2001: Skorar 9 mörk í fyrstu 14 leikjum sínum sem leikmaður Leeds. Skorar einnig grimmt fyrir írska landsliðið. 2002: Meiðsli og koma Robbie Fowler verða til þess að hann missir sæti sitt í liði Leeds. Leeds tók kauptilboði Sunderland í Keane í júlí, en hann neitaði að fara til félagsins. Gengur í raðir Tottenham í ágúst fyrir 7 milljónir punda. 2003: Skorar fyrstu þrennu sína fyrir Tottenham í 4-3 sigri á Everton á White Hart Lane. 2004: Tottenham gengur afleitlega í deildinni en Keane er markahæsti leikmaður liðsins með 16 mörk á leiktíðinni - þar á meðal þrennu gegn fyrrum félögum sínum í Wolves. 2005: Skoraði 17 mörk fyrir Tottenham þrátt fyrir að vera sjaldnast í byrjunarliðinu og jafnan á eftir mönnum eins og Jermain Defoe, Mido og Freddy Kanoute. 2006: Skrifar undir nýjan fjögurra ára samning við Tottenham og gerður að varafyrirliða. Skorar 16 mörk á leiktíðinni og er orðinn fjórði markahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar. 2007: Snýr til baka eftir hnémeiðsli og kemur sér upp frábærri samvinnu við Búlgarann Dimitar Berbatov í framlínunni. Kjörinn leikmaður mánaðarins ásamt félaga sínum í apríl. Skorar 22 mörk á leiktíðinni í öllum keppnum - sem er besti árangur hans á ferlinum. Skrifar undir nýjan fimm ára samning við Tottenham. 2008: Gerður að fyrirliða írska landsliðsins eftir að Steve Staunton tekur við þjálfun liðsins. Skorar 100. mark sitt fyrir Tottenham í janúar og verður aðeins 15. leikmaðurinn í sögu félagsins til að afreka það. Vinnur fyrsta bikar sinn með Tottenham í febrúar þegar liðið vinnur Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins. Spilaði sinn 250. leik fyrir Tottenham og var markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni ásamt Berbatov með 23 mörk. Gengur í raðir Liverpool þann 28. júlí fyrir 20,3 milljónir punda og skrifar undir fjögurra ára samning. Enski boltinn Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sjá meira
Írski framherjinn Robbie Keane hefur komið víða við á ferli sínum sem knattspyrnumaður, en hann sló ungur í gegn með liði Wolves og varð fljótt mjög eftirsóttur leikmaður. Liverpool keypti Keane frá Tottenham í gær fyrir upphæð sem gæti numið um 20 milljónum punda þegar upp verður staðið og verður honum ætlað að leika við hlið hins magnaða Fernando Torres í framlínunni. Hér fyrir neðan er stiklað á stóru yfir feril kappans: 1980: Fæddur í Dublin þann 8. júlí og skírður Robert David Keane. 1994: Gengur í raðir Wolves þrátt fyrir áhuga nokkurra stórliða. Þar lék hann undir stjórn Graham Taylor, fyrrum þjálfara enska landsliðsins. 1997: Skrifar undir sinn fyrsta samning sem atvinnumaður í kring um 17. afmælisdag sinn. Skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með aðalliðinu í 2-0 sigri Wolves á Norwich á fyrsta degi keppnistímabilsins. 1998: Spilar sinn fyrsta landsleik fyrir Íra þegar hann kemur inn sem varamaður á móti Tékkum. Kjörinn maður leiksins í sínum öðrum landsleik fyrir Íra gegn Argentínu og sumarið eftir er hann lykilmaður í ungmennaliði Íra sem vinnur Evrópubikarinn á Kýpur. 1999: Lið eins og Middlesbrough og Aston Villa sýna honum mikinn áhuga í upphafi leiktíðar, en hann ákveður að vera áfram hjá Wolves. Aston Villa gerir 5,5 milljón punda tilboð í hann, en Wolves vill fá 6 milljónir. Sir Alex Ferguson lætur hafa eftir sér að hann myndi ekki greiða meira en 500,000 pund fyrir Keane. Gengur í raðir Coventry í ágúst og verður dýrasti táningurinn í ensku úrvalsdeildinni. Skorar tvö mörk í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í 2-0 sigri á Derby. 2000: Skorar 17. og síðasta mark sitt fyrir Coventry gegn Middlesbrough í apríl og í júlí gengur hann í raðir Inter Milan fyrir 13 milljónir punda og skrifar undir fimm ára samning. Missir síðar sæti sitt í liði Inter og er orðaður við Chelsea. Gengur til liðs við Leeds sem lánsmaður í desember með möguleika á varanlegum félagaskiptum. 2001: Skorar 9 mörk í fyrstu 14 leikjum sínum sem leikmaður Leeds. Skorar einnig grimmt fyrir írska landsliðið. 2002: Meiðsli og koma Robbie Fowler verða til þess að hann missir sæti sitt í liði Leeds. Leeds tók kauptilboði Sunderland í Keane í júlí, en hann neitaði að fara til félagsins. Gengur í raðir Tottenham í ágúst fyrir 7 milljónir punda. 2003: Skorar fyrstu þrennu sína fyrir Tottenham í 4-3 sigri á Everton á White Hart Lane. 2004: Tottenham gengur afleitlega í deildinni en Keane er markahæsti leikmaður liðsins með 16 mörk á leiktíðinni - þar á meðal þrennu gegn fyrrum félögum sínum í Wolves. 2005: Skoraði 17 mörk fyrir Tottenham þrátt fyrir að vera sjaldnast í byrjunarliðinu og jafnan á eftir mönnum eins og Jermain Defoe, Mido og Freddy Kanoute. 2006: Skrifar undir nýjan fjögurra ára samning við Tottenham og gerður að varafyrirliða. Skorar 16 mörk á leiktíðinni og er orðinn fjórði markahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar. 2007: Snýr til baka eftir hnémeiðsli og kemur sér upp frábærri samvinnu við Búlgarann Dimitar Berbatov í framlínunni. Kjörinn leikmaður mánaðarins ásamt félaga sínum í apríl. Skorar 22 mörk á leiktíðinni í öllum keppnum - sem er besti árangur hans á ferlinum. Skrifar undir nýjan fimm ára samning við Tottenham. 2008: Gerður að fyrirliða írska landsliðsins eftir að Steve Staunton tekur við þjálfun liðsins. Skorar 100. mark sitt fyrir Tottenham í janúar og verður aðeins 15. leikmaðurinn í sögu félagsins til að afreka það. Vinnur fyrsta bikar sinn með Tottenham í febrúar þegar liðið vinnur Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins. Spilaði sinn 250. leik fyrir Tottenham og var markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni ásamt Berbatov með 23 mörk. Gengur í raðir Liverpool þann 28. júlí fyrir 20,3 milljónir punda og skrifar undir fjögurra ára samning.
Enski boltinn Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sjá meira