Form og fólk í svarthvítu 29. júlí 2008 06:00 Form í framandi landi Ljósmynd eftir Klæng Gunnarsson. Sýningin Formstaklingar verður opnuð í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Klængs Gunnarssonar, en á þeim eru form og línur, ljós og skuggar og manneskjur í forgrunni. Klængur hefur lagt stund á ljósmyndun í nokkur ár og fer helst ekki út úr húsi án myndavélarinnar. Hann tók myndirnar á sýningunni Formstaklingar á ferðum sínum um framandi heimshluta, meðal annars Asíu og Suður-Ameríku. Hann segir þó myndirnar ekki til þess gerðar að miðla upplifun hans af þessum menningarheimum. „Þungamiðjan í þessum myndum er ekki endilega lífið í þessum löndum heldur endurspegla þær einfaldlega það sem hefur helst vakið áhuga minn við ljósmyndun undanfarin ár, en það eru myndir af formum og ljósi og skugga. Ég lagði ekki upp með það á sínum tíma að taka myndir sem síðan enduðu á sýningu, heldur varð sýningin frekar til eftir á þegar ég tók eftir því að margar myndanna sem ég hafði tekið á ferðum mínum innihéldu áhugaverð form og svo einn einstakling einhvers staðar í rammanum. Út frá því varð til hugmyndin að þessarri sýningu og svo náttúrulega titillinn, Formstaklingar.“ Ljósmyndir Klængs eru allar svarthvítar og segist hann sjaldan vinna með litmyndir. „Svarthvítar myndir heilla mig meira af einhverri ástæðu; líklega vegna þess að þær geta dregið fram einfaldleikann í myndefninu. Sterkir litfletir eiga það til að grípa alla athygli manns í litmyndum, en í svart-hvítum myndum fær myndefnið og myndbyggingin að njóta sín til fulls.“ Klængur hefur haldið einkasýningar á ljósmyndum sínum áður, meðal annars á menningarnótt árin 2005 og 2006, og er meira sýningarhald framundan hjá honum. „Ég er að fara að opna listasal á Skólavörðustíg í samvinnu við nokkra félaga mína nú í byrjun ágúst, en þar mun ég sýna ljósmyndir mínar auk þess sem við munum einnig sýna margs konar aðra list. Einnig verður opnuð sýning á ljósmyndum eftir mig í Hljómskálagarðinum á menningarnótt,“ segir atorkusami ljósmyndarinn Klængur. Sýningin Formstaklingar stendur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, fram til 23. september. vigdis@frettabladid.is Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sýningin Formstaklingar verður opnuð í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Klængs Gunnarssonar, en á þeim eru form og línur, ljós og skuggar og manneskjur í forgrunni. Klængur hefur lagt stund á ljósmyndun í nokkur ár og fer helst ekki út úr húsi án myndavélarinnar. Hann tók myndirnar á sýningunni Formstaklingar á ferðum sínum um framandi heimshluta, meðal annars Asíu og Suður-Ameríku. Hann segir þó myndirnar ekki til þess gerðar að miðla upplifun hans af þessum menningarheimum. „Þungamiðjan í þessum myndum er ekki endilega lífið í þessum löndum heldur endurspegla þær einfaldlega það sem hefur helst vakið áhuga minn við ljósmyndun undanfarin ár, en það eru myndir af formum og ljósi og skugga. Ég lagði ekki upp með það á sínum tíma að taka myndir sem síðan enduðu á sýningu, heldur varð sýningin frekar til eftir á þegar ég tók eftir því að margar myndanna sem ég hafði tekið á ferðum mínum innihéldu áhugaverð form og svo einn einstakling einhvers staðar í rammanum. Út frá því varð til hugmyndin að þessarri sýningu og svo náttúrulega titillinn, Formstaklingar.“ Ljósmyndir Klængs eru allar svarthvítar og segist hann sjaldan vinna með litmyndir. „Svarthvítar myndir heilla mig meira af einhverri ástæðu; líklega vegna þess að þær geta dregið fram einfaldleikann í myndefninu. Sterkir litfletir eiga það til að grípa alla athygli manns í litmyndum, en í svart-hvítum myndum fær myndefnið og myndbyggingin að njóta sín til fulls.“ Klængur hefur haldið einkasýningar á ljósmyndum sínum áður, meðal annars á menningarnótt árin 2005 og 2006, og er meira sýningarhald framundan hjá honum. „Ég er að fara að opna listasal á Skólavörðustíg í samvinnu við nokkra félaga mína nú í byrjun ágúst, en þar mun ég sýna ljósmyndir mínar auk þess sem við munum einnig sýna margs konar aðra list. Einnig verður opnuð sýning á ljósmyndum eftir mig í Hljómskálagarðinum á menningarnótt,“ segir atorkusami ljósmyndarinn Klængur. Sýningin Formstaklingar stendur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, fram til 23. september. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira