Sprautunálar í Laugardal - þrjú sjónarhorn einnar manneskju Atli Steinn Guðmundsson skrifar 24. september 2008 11:41 Jórunn Ósk Frímannsdóttir Vísir náði tali af Jórunni Ósk Frímannsdóttur, formanni Knattspyrnufélagsins Þróttar, borgarfulltrúa og hjúkrunarfræðingi, vegna sprautunála og ónæðis í Laugardalnum sem fjallað var um á síðunni á föstudaginn. Hlekkur að þeirri frétt er hengdur neðan við þessa. Álits Jórunnar var leitað út frá öllum ofantöldum hlutverkum hennar og byrjað á íþróttafélagsformanninum. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Þróttar „Besta forvörnin er í rauninni sú að það sé fólk í dalnum, börnin fari þar um milli skóla og íþróttastarfs og nógu mikið sé af þeim," segir Jórunn og bætir því við að hvað sprautunálar á víðavangi snerti sé sá vandi engan veginn einskorðaður við Laugardalinn, þær finnist í raun út um allt. „Á leikskólunum er farið yfir svæðið á morgnana þegar fólk mætir vegna þess að þar hefur það ítrekað komið upp að sprautur og önnur verkfæri eiturlyfjaneytenda finnist," segir Jórunn enn fremur. Hún segir starfið hjá Þrótti vera með miklum blóma og aðstandendur félagsins horfi bjartsýnir fram á næsta ár. Jórunn Frímannsdóttir borgarfulltrúi „Ég svara svo sem ekkert öðruvísi sem borgarfulltrúi," segir Jórunn. „Í mínum huga er þetta vandi sem við eigum við að glíma hér í borginni. Við þurfum að fræða unga fólkið okkar um að það sé mikilvægt að koma ekki nálægt svona hlutum og láta vita af þeim. Við þurfum að passa næsta nágrenni barna okkar með tilliti til þessa," segir hún og nefnir í framhaldinu að aukin löggæsla sé ekki endilega lausnin heldur að fólk sé á ferli á svæðinu. „Ég fer með hundinn minn í göngutúra þarna á næstum hverjum degi og maður hefur visst eftirlit á sínu svæði og það er æskilegt að borgarbúar hafi það almennt." Jórunn Frímannsdóttir hjúkrunarfræðingur „Það er mikilvægast að enginn komi nálægt þessum tækjum. Þetta eru nálar sem hafa farið inn í blóðrásarkerfi einstaklinga sem geta verið sýktir. Það allra mikilvægasta er því að koma ekki nálægt þessu heldur láta kyrrt liggja nema fólk sé með viðeigandi hlífðarbúnað eins og hanska og setji nálarnar þá beint í þar til gerð ílát," segir hjúkrunarfræðingurinn, borgarfulltrúinn og Þróttarformaðurinn að skilnaði. Tengdar fréttir Foreldrar brýni fyrir börnum að handfjatla ekki sprautunálar „Við höfum bent foreldrum á það og ég ítreka það hér að brýna það fyrir börnum sínum að vera ekki að handfjatla hluti eins og sprautur eða nálar heldur hafa strax samband við lögreglu. Við komum þá og tökum þessa hluti í okkar vörslu og eyðum þeim, 19. september 2008 12:01 Starfsfólk Laugarnesskóla ekki á nálum „Það er langt um liðið síðan við höfum fundið nálar á skólalóðinni,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sem lætur fréttir af skálmöld og sprautunálum í Laugardalnum ekki raska ró sinni. 24. september 2008 12:28 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Vísir náði tali af Jórunni Ósk Frímannsdóttur, formanni Knattspyrnufélagsins Þróttar, borgarfulltrúa og hjúkrunarfræðingi, vegna sprautunála og ónæðis í Laugardalnum sem fjallað var um á síðunni á föstudaginn. Hlekkur að þeirri frétt er hengdur neðan við þessa. Álits Jórunnar var leitað út frá öllum ofantöldum hlutverkum hennar og byrjað á íþróttafélagsformanninum. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Þróttar „Besta forvörnin er í rauninni sú að það sé fólk í dalnum, börnin fari þar um milli skóla og íþróttastarfs og nógu mikið sé af þeim," segir Jórunn og bætir því við að hvað sprautunálar á víðavangi snerti sé sá vandi engan veginn einskorðaður við Laugardalinn, þær finnist í raun út um allt. „Á leikskólunum er farið yfir svæðið á morgnana þegar fólk mætir vegna þess að þar hefur það ítrekað komið upp að sprautur og önnur verkfæri eiturlyfjaneytenda finnist," segir Jórunn enn fremur. Hún segir starfið hjá Þrótti vera með miklum blóma og aðstandendur félagsins horfi bjartsýnir fram á næsta ár. Jórunn Frímannsdóttir borgarfulltrúi „Ég svara svo sem ekkert öðruvísi sem borgarfulltrúi," segir Jórunn. „Í mínum huga er þetta vandi sem við eigum við að glíma hér í borginni. Við þurfum að fræða unga fólkið okkar um að það sé mikilvægt að koma ekki nálægt svona hlutum og láta vita af þeim. Við þurfum að passa næsta nágrenni barna okkar með tilliti til þessa," segir hún og nefnir í framhaldinu að aukin löggæsla sé ekki endilega lausnin heldur að fólk sé á ferli á svæðinu. „Ég fer með hundinn minn í göngutúra þarna á næstum hverjum degi og maður hefur visst eftirlit á sínu svæði og það er æskilegt að borgarbúar hafi það almennt." Jórunn Frímannsdóttir hjúkrunarfræðingur „Það er mikilvægast að enginn komi nálægt þessum tækjum. Þetta eru nálar sem hafa farið inn í blóðrásarkerfi einstaklinga sem geta verið sýktir. Það allra mikilvægasta er því að koma ekki nálægt þessu heldur láta kyrrt liggja nema fólk sé með viðeigandi hlífðarbúnað eins og hanska og setji nálarnar þá beint í þar til gerð ílát," segir hjúkrunarfræðingurinn, borgarfulltrúinn og Þróttarformaðurinn að skilnaði.
Tengdar fréttir Foreldrar brýni fyrir börnum að handfjatla ekki sprautunálar „Við höfum bent foreldrum á það og ég ítreka það hér að brýna það fyrir börnum sínum að vera ekki að handfjatla hluti eins og sprautur eða nálar heldur hafa strax samband við lögreglu. Við komum þá og tökum þessa hluti í okkar vörslu og eyðum þeim, 19. september 2008 12:01 Starfsfólk Laugarnesskóla ekki á nálum „Það er langt um liðið síðan við höfum fundið nálar á skólalóðinni,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sem lætur fréttir af skálmöld og sprautunálum í Laugardalnum ekki raska ró sinni. 24. september 2008 12:28 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Foreldrar brýni fyrir börnum að handfjatla ekki sprautunálar „Við höfum bent foreldrum á það og ég ítreka það hér að brýna það fyrir börnum sínum að vera ekki að handfjatla hluti eins og sprautur eða nálar heldur hafa strax samband við lögreglu. Við komum þá og tökum þessa hluti í okkar vörslu og eyðum þeim, 19. september 2008 12:01
Starfsfólk Laugarnesskóla ekki á nálum „Það er langt um liðið síðan við höfum fundið nálar á skólalóðinni,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sem lætur fréttir af skálmöld og sprautunálum í Laugardalnum ekki raska ró sinni. 24. september 2008 12:28