Innlent

Icelandair breytir verði á fargjaldaflokkum

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Öll verð á flugfargjöldum verða reiknum út í evrum með breytingum á fargjaldaflokkum sem verða gerðar hjá Icelandair í dag. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að sjálfsagt verði um að ræða einhverjar verðhækkanir, en erfitt sé að segja til um hvernig þær muni þróast. Í sumum tilfellum geti komið til verðlækkana. Hann segir að um sé að ræða breytingu á uppbyggingu fargjaldaflokka og skilmála sem komi til vegna ástandsins í gengismálum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×