Níu mánaða fangelsi fyrir að hóta og kýla lögreglumann 27. nóvember 2008 16:49 Maðurinn kýldi lögreglumann og hótaði. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms yfir 25 ára gömlum karlmanni sem rauf skilorð með því að hóta og kýla lögreglumann árið 2005. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann í níu mánaða fangelsi sem maðurinn áfrýjaði til Hæstaréttar. Honum var einnig gert að greiða áfrýjunarkostnað og kostnað verjanda síns, um 500.000 krónur. Aðfaranótt sunnudagsins 13.ágúst árið 2005 stöðvaði lögregla bifreið við Suðurfell í Reykjavík til að athuga ástand og ökuréttindi ökumanns. Maðurinn var farþegi í þeim bíl. Þegar félagi hans gerði sig líklegan til þess að keyra af stað tók lögreglan lykilinn úr kveikjulás bifreiðarinnar og skipað honum að stíga út úr bifreiðinni. Ökumaðurinn var mjög æstur og í annarlegu ástandi eins og segir í dómunum. Því var ákveðið að færa hann í handjárn. „Hafi hann veitt mótþróa og því verið haldið þétt upp við lögreglubifreiðina. Á meðan á þessu stóð hafi ökumaður skallað nokkrum sinnum í vinstri hliðarrúðu lögreglubifreiðarinnar, milli þess sem hann hafi látið ókvæðisorð dynja á lögreglumönnum." Ákærði hafi við þetta orðið æstur þegar ökumaðurinn var handtekinn og fór út úr bifreiðinni og að lögreglubifreiðinni þar sem ökumanni var haldið. „Hafi lögreglumaðurinn þá farið til móts við ákærða og reynt að róa hann niður. Ákærði hafi verið með hótanir í garð lögreglunnar og ógnandi í framkomu. Hafi hann gert sig líklegan til að ráðast á lögreglumanninn, sem hafi skipað honum að róa sig niður og fara aftur inn í bifreiðina. Hafi ákærði ekki sinnt þessu heldur farið þétt upp að lögreglumanninum og sýnt ógnandi tilburði" Því næst tók lögreglumaðurinn upp lögreglukylfu og skipað honum að stíga til baka og róa sig niður. Hann hafi þá verið með ítrekaðar hótanir og lýst því yfir að hann ætlaði að berja hann og drepa ef hann gerði sig líklegan til að beita kylfunni. Það slíðraði lögreglumaðurinn kylfuna. „Ákærði hafi þá slegið snögglega með krepptum hnefa hægri handar til lögreglumannsins og höggið komið við eyrað á vinstri vanga. Í frumskýrslu er tekið fram að „Höggið var þungt og greinilega til þess ætlað að valda lögreglumanninum skaða. Maðurinn hafi fylgt högginu á eftir með því að ráðast á [lögreglumanninn] og slá til hans ítrekað. ...lentu höggin m.a. í vinstri upphandlegg og líkama." Var hann þá yfirbugaður og settur í lögreglutök og lagður í götuna. „Ákærði var í framhaldi benslaður á fótum. Var ökumaður einnig lagður á götuna og þeir báðir fluttir með lögreglubifreið á lögreglustöð." Maðurinn var 21. desember 2005 sakfelldur fyrir líkamsárás og dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í þrjú ár. Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti 21. september 2006. Ákærði var dæmdur 12. apríl 2006 til greiðslu sektar fyrir umferðarlagabrot, fíkniefnalagabrot og brot gegn almennum hegningarlögum. Hinn 4. desember 2006 gekkst ákærði undir sátt fyrir umferðarlagabrot. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms yfir 25 ára gömlum karlmanni sem rauf skilorð með því að hóta og kýla lögreglumann árið 2005. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann í níu mánaða fangelsi sem maðurinn áfrýjaði til Hæstaréttar. Honum var einnig gert að greiða áfrýjunarkostnað og kostnað verjanda síns, um 500.000 krónur. Aðfaranótt sunnudagsins 13.ágúst árið 2005 stöðvaði lögregla bifreið við Suðurfell í Reykjavík til að athuga ástand og ökuréttindi ökumanns. Maðurinn var farþegi í þeim bíl. Þegar félagi hans gerði sig líklegan til þess að keyra af stað tók lögreglan lykilinn úr kveikjulás bifreiðarinnar og skipað honum að stíga út úr bifreiðinni. Ökumaðurinn var mjög æstur og í annarlegu ástandi eins og segir í dómunum. Því var ákveðið að færa hann í handjárn. „Hafi hann veitt mótþróa og því verið haldið þétt upp við lögreglubifreiðina. Á meðan á þessu stóð hafi ökumaður skallað nokkrum sinnum í vinstri hliðarrúðu lögreglubifreiðarinnar, milli þess sem hann hafi látið ókvæðisorð dynja á lögreglumönnum." Ákærði hafi við þetta orðið æstur þegar ökumaðurinn var handtekinn og fór út úr bifreiðinni og að lögreglubifreiðinni þar sem ökumanni var haldið. „Hafi lögreglumaðurinn þá farið til móts við ákærða og reynt að róa hann niður. Ákærði hafi verið með hótanir í garð lögreglunnar og ógnandi í framkomu. Hafi hann gert sig líklegan til að ráðast á lögreglumanninn, sem hafi skipað honum að róa sig niður og fara aftur inn í bifreiðina. Hafi ákærði ekki sinnt þessu heldur farið þétt upp að lögreglumanninum og sýnt ógnandi tilburði" Því næst tók lögreglumaðurinn upp lögreglukylfu og skipað honum að stíga til baka og róa sig niður. Hann hafi þá verið með ítrekaðar hótanir og lýst því yfir að hann ætlaði að berja hann og drepa ef hann gerði sig líklegan til að beita kylfunni. Það slíðraði lögreglumaðurinn kylfuna. „Ákærði hafi þá slegið snögglega með krepptum hnefa hægri handar til lögreglumannsins og höggið komið við eyrað á vinstri vanga. Í frumskýrslu er tekið fram að „Höggið var þungt og greinilega til þess ætlað að valda lögreglumanninum skaða. Maðurinn hafi fylgt högginu á eftir með því að ráðast á [lögreglumanninn] og slá til hans ítrekað. ...lentu höggin m.a. í vinstri upphandlegg og líkama." Var hann þá yfirbugaður og settur í lögreglutök og lagður í götuna. „Ákærði var í framhaldi benslaður á fótum. Var ökumaður einnig lagður á götuna og þeir báðir fluttir með lögreglubifreið á lögreglustöð." Maðurinn var 21. desember 2005 sakfelldur fyrir líkamsárás og dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í þrjú ár. Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti 21. september 2006. Ákærði var dæmdur 12. apríl 2006 til greiðslu sektar fyrir umferðarlagabrot, fíkniefnalagabrot og brot gegn almennum hegningarlögum. Hinn 4. desember 2006 gekkst ákærði undir sátt fyrir umferðarlagabrot.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira