Níu mánaða fangelsi fyrir að hóta og kýla lögreglumann 27. nóvember 2008 16:49 Maðurinn kýldi lögreglumann og hótaði. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms yfir 25 ára gömlum karlmanni sem rauf skilorð með því að hóta og kýla lögreglumann árið 2005. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann í níu mánaða fangelsi sem maðurinn áfrýjaði til Hæstaréttar. Honum var einnig gert að greiða áfrýjunarkostnað og kostnað verjanda síns, um 500.000 krónur. Aðfaranótt sunnudagsins 13.ágúst árið 2005 stöðvaði lögregla bifreið við Suðurfell í Reykjavík til að athuga ástand og ökuréttindi ökumanns. Maðurinn var farþegi í þeim bíl. Þegar félagi hans gerði sig líklegan til þess að keyra af stað tók lögreglan lykilinn úr kveikjulás bifreiðarinnar og skipað honum að stíga út úr bifreiðinni. Ökumaðurinn var mjög æstur og í annarlegu ástandi eins og segir í dómunum. Því var ákveðið að færa hann í handjárn. „Hafi hann veitt mótþróa og því verið haldið þétt upp við lögreglubifreiðina. Á meðan á þessu stóð hafi ökumaður skallað nokkrum sinnum í vinstri hliðarrúðu lögreglubifreiðarinnar, milli þess sem hann hafi látið ókvæðisorð dynja á lögreglumönnum." Ákærði hafi við þetta orðið æstur þegar ökumaðurinn var handtekinn og fór út úr bifreiðinni og að lögreglubifreiðinni þar sem ökumanni var haldið. „Hafi lögreglumaðurinn þá farið til móts við ákærða og reynt að róa hann niður. Ákærði hafi verið með hótanir í garð lögreglunnar og ógnandi í framkomu. Hafi hann gert sig líklegan til að ráðast á lögreglumanninn, sem hafi skipað honum að róa sig niður og fara aftur inn í bifreiðina. Hafi ákærði ekki sinnt þessu heldur farið þétt upp að lögreglumanninum og sýnt ógnandi tilburði" Því næst tók lögreglumaðurinn upp lögreglukylfu og skipað honum að stíga til baka og róa sig niður. Hann hafi þá verið með ítrekaðar hótanir og lýst því yfir að hann ætlaði að berja hann og drepa ef hann gerði sig líklegan til að beita kylfunni. Það slíðraði lögreglumaðurinn kylfuna. „Ákærði hafi þá slegið snögglega með krepptum hnefa hægri handar til lögreglumannsins og höggið komið við eyrað á vinstri vanga. Í frumskýrslu er tekið fram að „Höggið var þungt og greinilega til þess ætlað að valda lögreglumanninum skaða. Maðurinn hafi fylgt högginu á eftir með því að ráðast á [lögreglumanninn] og slá til hans ítrekað. ...lentu höggin m.a. í vinstri upphandlegg og líkama." Var hann þá yfirbugaður og settur í lögreglutök og lagður í götuna. „Ákærði var í framhaldi benslaður á fótum. Var ökumaður einnig lagður á götuna og þeir báðir fluttir með lögreglubifreið á lögreglustöð." Maðurinn var 21. desember 2005 sakfelldur fyrir líkamsárás og dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í þrjú ár. Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti 21. september 2006. Ákærði var dæmdur 12. apríl 2006 til greiðslu sektar fyrir umferðarlagabrot, fíkniefnalagabrot og brot gegn almennum hegningarlögum. Hinn 4. desember 2006 gekkst ákærði undir sátt fyrir umferðarlagabrot. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms yfir 25 ára gömlum karlmanni sem rauf skilorð með því að hóta og kýla lögreglumann árið 2005. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann í níu mánaða fangelsi sem maðurinn áfrýjaði til Hæstaréttar. Honum var einnig gert að greiða áfrýjunarkostnað og kostnað verjanda síns, um 500.000 krónur. Aðfaranótt sunnudagsins 13.ágúst árið 2005 stöðvaði lögregla bifreið við Suðurfell í Reykjavík til að athuga ástand og ökuréttindi ökumanns. Maðurinn var farþegi í þeim bíl. Þegar félagi hans gerði sig líklegan til þess að keyra af stað tók lögreglan lykilinn úr kveikjulás bifreiðarinnar og skipað honum að stíga út úr bifreiðinni. Ökumaðurinn var mjög æstur og í annarlegu ástandi eins og segir í dómunum. Því var ákveðið að færa hann í handjárn. „Hafi hann veitt mótþróa og því verið haldið þétt upp við lögreglubifreiðina. Á meðan á þessu stóð hafi ökumaður skallað nokkrum sinnum í vinstri hliðarrúðu lögreglubifreiðarinnar, milli þess sem hann hafi látið ókvæðisorð dynja á lögreglumönnum." Ákærði hafi við þetta orðið æstur þegar ökumaðurinn var handtekinn og fór út úr bifreiðinni og að lögreglubifreiðinni þar sem ökumanni var haldið. „Hafi lögreglumaðurinn þá farið til móts við ákærða og reynt að róa hann niður. Ákærði hafi verið með hótanir í garð lögreglunnar og ógnandi í framkomu. Hafi hann gert sig líklegan til að ráðast á lögreglumanninn, sem hafi skipað honum að róa sig niður og fara aftur inn í bifreiðina. Hafi ákærði ekki sinnt þessu heldur farið þétt upp að lögreglumanninum og sýnt ógnandi tilburði" Því næst tók lögreglumaðurinn upp lögreglukylfu og skipað honum að stíga til baka og róa sig niður. Hann hafi þá verið með ítrekaðar hótanir og lýst því yfir að hann ætlaði að berja hann og drepa ef hann gerði sig líklegan til að beita kylfunni. Það slíðraði lögreglumaðurinn kylfuna. „Ákærði hafi þá slegið snögglega með krepptum hnefa hægri handar til lögreglumannsins og höggið komið við eyrað á vinstri vanga. Í frumskýrslu er tekið fram að „Höggið var þungt og greinilega til þess ætlað að valda lögreglumanninum skaða. Maðurinn hafi fylgt högginu á eftir með því að ráðast á [lögreglumanninn] og slá til hans ítrekað. ...lentu höggin m.a. í vinstri upphandlegg og líkama." Var hann þá yfirbugaður og settur í lögreglutök og lagður í götuna. „Ákærði var í framhaldi benslaður á fótum. Var ökumaður einnig lagður á götuna og þeir báðir fluttir með lögreglubifreið á lögreglustöð." Maðurinn var 21. desember 2005 sakfelldur fyrir líkamsárás og dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í þrjú ár. Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti 21. september 2006. Ákærði var dæmdur 12. apríl 2006 til greiðslu sektar fyrir umferðarlagabrot, fíkniefnalagabrot og brot gegn almennum hegningarlögum. Hinn 4. desember 2006 gekkst ákærði undir sátt fyrir umferðarlagabrot.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira