Fótbolti

Eggert fær nýjan samning hjá Hearts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert G. Jónsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Eggert G. Jónsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Mynd/E. Stefán

Eggert Gunnþór Jónsson mun á næstunni hefja að öllu óbreyttu samningaviðræður við skoska úrvalsdeildarliðið Hearts.

Núverandi samningur hans gildir til ársins 2010 en í honum er klásúla sem segir að hann eigi rétt á launahækkun þegar hann nær að koma við sögu í fimmtán deildarleikjum.

Hann hefur nú leikið í þrettán leikjum og hefur reglulega verið í byrjunarliðinu á tímabilinu. Það er því ekki við öðru að búast en að hann nái þeim áfanga áður en mánuðurinn er liðinn.

Skoskir fjölmiðlar segja að Eggert sé eftirsóttur af liðum víða í Evrópu, til að mynda í Frakklandi, Belgíu og á Norðurlöndunum.

Hearts er reyndar í næstneðsta sæti skosku úrvalsdeildarinnar en Eggert hefur þótt með betri leikmönnum liðsins á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×