Innlent

Landvernd vill endurskoða öll áform um Gjábakkaveg

Aðalfundur Landverndar hvetur til þess að öll áform Vegagerðarinnar um Gjábakkaveg verði tekin til endurskoðunar.

Aðalfundurinn tekur undir áhyggjur menntamálaráðherra vegna áforma Vegagterðarinnar og hvetur þingmenn Suðurlands til að taka málið upp og finna lausn þar sem tekið er tilllit til vel rökstuddra athugasemda um áhrif áformaðra vegagerðar á Þingvallavatn, þjóðgarðinn á Þingvöllum og stöðu svæðisins á heimsminjaskrá UNESCO.

Aðafundur Landverndar var haldinn í Norrænahúsinu um helgina. Í bréfi sem fundurinn sendi til þingmanna suðurkjördæmis og samgönguráðherra, segir m.a að Landvernd telji afar varhugavert að ráðast í fyrirhugaða vegagerð og vonast samtökin til þess að þingmenn kjördæmisins taki til sín ummæli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, þar sem hún í svari sínu við fyrirspurn Álfleiðar Ingadóttur segir m.a:

„...það er auðvitað ákveðið áhyggjuefni þegar verið er að framkvæma veglagningu í kringum þetta viðkvæma og merkilega svæði sem er merkilegt fyrir margra hluta sakir, ekki eingöngu út af menningarsögunni sem tengist staðnum heldur ekki síður út af þeirri vatnsvernd sem er á vatninu á Þingvallasvæðinu. Það verður að stíga afar varlega til jarðar og það mætti kannski leysa það vandamál eða viðfangsefni sem hv. þingmaður kemur hér inn á ef samgönguráðherra og þingmenn kjördæmisins mundu sammælast um að breyta veglagningunni."

Í greinargerð Landverndar eru grundvallarforsendur fyrir vegagerðinni krufðar til mergjar og í ljós kemur að þörfin fyrir fyrirhugaðan Gjábakkaveg virðist nauðalítil. Vegurinn er hins vegar líklegur til að valda verulegum spjöllum.

Í geinargerðinni er farið yfir þær leiðir og lausnir sem lagðar hafa verið til af hinum ýmsu aðilum. Þar kemur fram að fyrirhugaður kostur Vegagerðarinnar er alversti kosturinn, sökum gagnsleysis og umtalsverðra umhverfisspjalla auk þess sem vegurinn veikir stöðu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO.

Gagnsemin, þó ósýnt sé um þörfina, er að leiðin er sú styðsta sem völ er á á milli Þingvalla og Laugarvatns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×