Keflvíkingar á toppnum 25. maí 2008 21:22 Helgi Sigurðsson skoraði fyrsta markið á Vodafone-vellinum Keflvíkingar sitja einir á toppi Landsbankadeildar karla í knattspyrnu þegar fjórum af fimm leikjum kvöldsins er lokið. Keflvíkingar lögðu Skagamenn 3-1 á heimavelli sínum á meðan nýliðar Fjölnis töpuðu sínum fyrsta leik. Keflvíkingar náðu forystunni gegn ÍA á 16. mínútu þegar Hallgrímur Jónasson skoraði eftir sendingu frá Simun Samuelsen og þannig var staðan í hálfleik. Keflvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleiknum en gestirnir hresstust eftir hálfleiksræðu Guðjóns Þórðarsonar. Vjekoslav Svadumovic jafnaði fyrir ÍA eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Keflvíkingar náðu hinsvegar undirtökunum á ný og á 69. mínútu kom Guðmundur Steinarsson heimamönnum yfir á ný úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Það var svo varamaðurinn Þórarinn Kristjánsson sem innsiglaði sigurinn með marki í blálokin, en skömmu áður hafði Stefáni Þórðarsyni verið vikið af leikvelli í liði ÍA eftir að hann fékk sitt annað gula spjald. Fyrsta tap nýliðanna Fjölnismenn töpuðu sínum fyrsta leik á leiktíðinni þegar þeir lágu 2-1 gegn Val í opnunarleik liðsins á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. Helgi Sigurðsson kom Valsmönnum á bragðið á 41. mínútu og varð þar með fyrsti maðurinn til að skora á nýja vellinum. Ómar Hákonarson þaggaði niður í þorra þeirra ríflega 1700 áhorfenda sem mættu á völlinn þegar hann jafnaði fyrir Fjölni á 60. mínútu. Ekki vænkaðist hagur þeirra rauðklæddu á 77. mínútu þegar Baldur Bett fékk að líta rautt spjald, en það var hinsvegar Pálmi Rafn Pálmason sem innsiglaði sigur 10 Valsmanna þegar hann skoraði sex mínútum fyrir leikslok. Fylkismenn komnir í gang Fylkir vann annan leik sinn í röð eftir erfiða byrjun í deildinni þegar liðið lagði botnlið HK 2-1 á heimavelli sínum. Jóhann Þórhallsson skoraði bæði mörk Fylkis í síðari hálfleiknum en Iddi Alkhag náði að jafna fyrir Kópavogsliðið í millitíðinni. Fram í góðum málum Loks unnu Framarar góðan 1-0 sigur á Þrótti á Laugardalsvelli fyrir framan rúmlega 1100 áhorfendur. Hjálmar Þórarinsson skoraði eina mark leiksins strax á 12. mínútu leiksins og það dugði Safamýrarpiltum til sigurs. Þróttarar fóru illa með mörg góð færi í leiknum og voru mun betri í síðari hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Keflvíkingar sitja einir á toppi Landsbankadeildar karla í knattspyrnu þegar fjórum af fimm leikjum kvöldsins er lokið. Keflvíkingar lögðu Skagamenn 3-1 á heimavelli sínum á meðan nýliðar Fjölnis töpuðu sínum fyrsta leik. Keflvíkingar náðu forystunni gegn ÍA á 16. mínútu þegar Hallgrímur Jónasson skoraði eftir sendingu frá Simun Samuelsen og þannig var staðan í hálfleik. Keflvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleiknum en gestirnir hresstust eftir hálfleiksræðu Guðjóns Þórðarsonar. Vjekoslav Svadumovic jafnaði fyrir ÍA eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Keflvíkingar náðu hinsvegar undirtökunum á ný og á 69. mínútu kom Guðmundur Steinarsson heimamönnum yfir á ný úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Það var svo varamaðurinn Þórarinn Kristjánsson sem innsiglaði sigurinn með marki í blálokin, en skömmu áður hafði Stefáni Þórðarsyni verið vikið af leikvelli í liði ÍA eftir að hann fékk sitt annað gula spjald. Fyrsta tap nýliðanna Fjölnismenn töpuðu sínum fyrsta leik á leiktíðinni þegar þeir lágu 2-1 gegn Val í opnunarleik liðsins á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. Helgi Sigurðsson kom Valsmönnum á bragðið á 41. mínútu og varð þar með fyrsti maðurinn til að skora á nýja vellinum. Ómar Hákonarson þaggaði niður í þorra þeirra ríflega 1700 áhorfenda sem mættu á völlinn þegar hann jafnaði fyrir Fjölni á 60. mínútu. Ekki vænkaðist hagur þeirra rauðklæddu á 77. mínútu þegar Baldur Bett fékk að líta rautt spjald, en það var hinsvegar Pálmi Rafn Pálmason sem innsiglaði sigur 10 Valsmanna þegar hann skoraði sex mínútum fyrir leikslok. Fylkismenn komnir í gang Fylkir vann annan leik sinn í röð eftir erfiða byrjun í deildinni þegar liðið lagði botnlið HK 2-1 á heimavelli sínum. Jóhann Þórhallsson skoraði bæði mörk Fylkis í síðari hálfleiknum en Iddi Alkhag náði að jafna fyrir Kópavogsliðið í millitíðinni. Fram í góðum málum Loks unnu Framarar góðan 1-0 sigur á Þrótti á Laugardalsvelli fyrir framan rúmlega 1100 áhorfendur. Hjálmar Þórarinsson skoraði eina mark leiksins strax á 12. mínútu leiksins og það dugði Safamýrarpiltum til sigurs. Þróttarar fóru illa með mörg góð færi í leiknum og voru mun betri í síðari hálfleik, en allt kom fyrir ekki.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira