Íslenski boltinn

Jankovic: Mikilvægasti leikur fyrri umferðar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur.
Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur.
Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur, sagði að sínir menn hefðu vitað að leikurinn gegn Fylki í kvöld myndi sennilega vera mikilvægasti leikur fyrri umferðar Landsbankadeildar karla.

„Það skipti okkur gríðarlega miklu máli að fá þessi þrjú stig í kvöld," sagði Jankovic í samtali við Vísi eftir sigur sinna manna á Fylki í kvöld, 1-0.

„Við sýndum í kvöld að við getum líka barist. Við vissum að Fylkismenn væru þreyttir eftir ferðalagið til Lettlands og þeir reyndu að láta okkur hlaupa meira í fyrri hálfleik. En svo gátu þeir ekki klárað sitt í þeim síðari."

Grindavík fær tvo skæða sóknarmenn inn í liðið sitt þegar félagaskiptaglugginn opnar um miðjan næsta mánuð og segir Jankovic að útlitið er bjart.

„Við vorum með þrjá menn á bekknum í dag sem voru í byrjunarliðinu í síðasta leik. Það er komin meiri samkeppni um stöður í liðinu og mun betri stemning, það er ekki spurning."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×