Enski boltinn

Ferguson: Þið sjáið ekki betri leik í vetur

AFP

Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með sigur sinna manna í Manchester United á Arsenal í dag. Hann sagði að um frábæra skemmtun hefði verið að ræða, en vill ekki lofa því að titillinn sé í höfn.

"Ef við vinnum sigur á Blackburn og Chelsea, er titillinn okkar. Taugarnar voru þandar í dag en við náðum að klára þetta. Mér fannst þetta frábær leikur og þið munið ekki sjá betri leik í vetur," sagði Ferguson eftir leikinn og hrósaði Arsenal.

"Arsenal spilaði vel í leinum, mjög vel á köflum. Þeir áttu meira í fyrri hálfleiknum og við vorum taugaóstyrkir vegna þess hve mikilvægur leikurinn var. Þetta var frábær sigur því Arsenal er hörkulið. Það má eiginlega segja að þeir hafi verið óheppnir í dag, því þeir spiluðu mjög vel," sagði Ferguson.

Hann hrósaði Cristiano Ronaldo fyrir að skora úr tvítekinni vítaspyrnu. "Var ekki frábært að sjá hann halda höfði undir svona mikilli pressu? Þetta var frábært víti og hann sýndi mikið hugrekki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×