Stórt skref hjá Manchester United 13. apríl 2008 17:05 NordcPhotos/GettyImages Manchester United náði í dag sex stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið lagði Arsenal 2-1 á Old Trafford í mögnuðum toppleik. Möguleikar Arsenal á titlinum eru hinsvegar að verða úr sögunni. Manchester United 2 - 1 Arsenal 0-1 E. Adebayor ('48) 1-1 Cristiano Ronaldo ('53, víti) 2-1 O. Hargreaves ('72) Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum í dag þrátt fyrir mikið fjör og marktækifæri. Það voru gestirnir í Arsenal sem brutu ísinn í þeim síðari þegar Emmanuel Adebayor skoraði vægast sagt vafasamt mark. Hann fékk fyrirgjöf frá Robin van Persie og blakaði boltanum í netið með höndinni að hætti Diego Maradona. Leikmenn United voru þó ekki af baki dottnir og markamaskínan Cristiano Ronaldo jafnaði leikinn með marki úr tvítekinni vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að William Gallas hafði handleikið knöttinn í teignum og Portúgalinn sýndi sama öryggið og í allan vetur með því að skora úr síðari spyrnu sinni. Það var svo enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sem innsiglaði sigur United með vel tekinni aukaspyrnu - skrúfaði boltann yfir vegginn hjá Arsenal og í bláhornið vinstramegin án þess að frábær Jens Lehmann hreyfði sig. Arsenal getur borið höfuðið nokkuð hátt frá Old Trafford eftir leikinn og kannski voru sóknarmenn liðsins klaufar að nýta færi sín ekki betur. Sama má ef til vill segja um heimamenn, en Jens Lehmann sá hvað eftir annað við þeim með góðri markvörslu. Arsenal horfir nú fram á þriðja tímabil sitt í röð án titils, en United er í kjörstöðu til að verja titil sinn frá í fyrra. Liðið á þó erfiða leiki eftir á lokasprettinum, en liðið hefur verið á góðu skriði í allan vetur og hefur allt í höndum sér. Enski boltinn Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Manchester United náði í dag sex stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið lagði Arsenal 2-1 á Old Trafford í mögnuðum toppleik. Möguleikar Arsenal á titlinum eru hinsvegar að verða úr sögunni. Manchester United 2 - 1 Arsenal 0-1 E. Adebayor ('48) 1-1 Cristiano Ronaldo ('53, víti) 2-1 O. Hargreaves ('72) Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum í dag þrátt fyrir mikið fjör og marktækifæri. Það voru gestirnir í Arsenal sem brutu ísinn í þeim síðari þegar Emmanuel Adebayor skoraði vægast sagt vafasamt mark. Hann fékk fyrirgjöf frá Robin van Persie og blakaði boltanum í netið með höndinni að hætti Diego Maradona. Leikmenn United voru þó ekki af baki dottnir og markamaskínan Cristiano Ronaldo jafnaði leikinn með marki úr tvítekinni vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að William Gallas hafði handleikið knöttinn í teignum og Portúgalinn sýndi sama öryggið og í allan vetur með því að skora úr síðari spyrnu sinni. Það var svo enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sem innsiglaði sigur United með vel tekinni aukaspyrnu - skrúfaði boltann yfir vegginn hjá Arsenal og í bláhornið vinstramegin án þess að frábær Jens Lehmann hreyfði sig. Arsenal getur borið höfuðið nokkuð hátt frá Old Trafford eftir leikinn og kannski voru sóknarmenn liðsins klaufar að nýta færi sín ekki betur. Sama má ef til vill segja um heimamenn, en Jens Lehmann sá hvað eftir annað við þeim með góðri markvörslu. Arsenal horfir nú fram á þriðja tímabil sitt í röð án titils, en United er í kjörstöðu til að verja titil sinn frá í fyrra. Liðið á þó erfiða leiki eftir á lokasprettinum, en liðið hefur verið á góðu skriði í allan vetur og hefur allt í höndum sér.
Enski boltinn Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira