Enski boltinn

Markvörður Reading skoraði jöfnunarmarkið

Federici var hetja Reading í dag
Federici var hetja Reading í dag NordicPhotos/GettyImages

Mikið fjör var í ensku b-deildinni í knattspyrnu í dag. Adam Federici markvörður Reading var hetja liðsins þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins í uppbótartíma gegn Cardiff.

Michael Chopra skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Cardiff á 89. mínútu og þá hafa Walesverjarnir eflaust haldið að stigin þrjú væru þeirra.

Federici markvörður Reading brá sér hinsvegar í sóknina þegar Reading fékk hornspyrnu í uppbótartíma og tryggði liðinu stig.

Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading í dag en Brynjar Björn Gunnarsson kom ekki við sögu.

Aron Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry þegar það gerði 0-0 jafntefli við Swansea á útivelli.

Heiðar Helguson var varamaður hjá QPR sem gerði 2-2 jafntefli við Charlton á útivelli en Heiðar kom inn og spilaði síðustu tíu mínúturnar.

Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í liði Burnley sem tapaði 2-1 heima fyrir Barnsley.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×