Enski boltinn

Redknapp staðfestir áhuga sinn á Bellamy

AFP

Harry Redknapp hefur nú staðfest fréttir bresku blaðanna og viðurkennir að Tottenham sé að reyna að kaupa framherjann Craig Bellamy frá West Ham.

Sagt er að Tottenham hafði þegar gert West Ham 6 milljón punda tilboð í Walesverjann og Harry Redknapp fer ekki leynt með áhuga sinn á honum.

"Bellamy er fínn leikmaður. Það er víst komið fram að kauptilboði okkar hafi verið neitað - svo ég veit ekki hvað verður úr þessu. Við erum að skoða nokkra leikmenn og hann er sannarlega einn af þeim. Ég er viss um að fleiri félög eru að spá í hann. Við ætlum ekki að kaupa leikmenn bara til gamans. Við höfum ekkert við leikmenn að gera sem eru ekki betri en þeir sem við höfum hér fyrir," sagði Redknapp.

Hann bætti því líka við að hann ætti von á að ensku félögin yrðu dugleg við að lána leikmenn í janúar til að reyna að skera á háan launakostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×