Enski boltinn

Chelsea á toppinn - Tevez bjargaði United

Gary Neville fagnar hér með Carlos Tevez eftir að sá síðarnefndi tryggði United sigurinn
Gary Neville fagnar hér með Carlos Tevez eftir að sá síðarnefndi tryggði United sigurinn AFP

Chelsea komst í dag á toppinn í ensku úrvalsdeildinni með 2-0 sigri á West Brom og Manchester United marði sigur á Stoke.

Didier Drogba og Frank Lampard skoruðu mörk Chelsea í dag þegar liðið vann sinn fyrsta heimasigur síðan 1. nóvember. Botnliðið veitti Chelsea litla keppni í leiknum og með sigrinum eru þeir bláu komnir með tveggja stiga forystu á toppnum. Liverpool getur náð eins stigs forystu á ný með sigri á Bolton í dag.

Argentínumaðurinn Carlos Tevez skoraði sigurmark United gegn Stoke þegar aðeins sex mínútur voru til leiksloka. Heimamenn í Stoke börðust vel í dag og virtust vera á góðri lið með að hirða stig af meisturunum.

Það gerði Stoke erfiðara fyrir að Andy Wilkinson var rekinn af velli þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum og það nýttu leikmenn United sér í lokin. Meistararnir voru langt frá sínu besta í dag en söxuðu á forskot toppliðanna með þessum gríðarlega mikilvæga sigri.

West Ham gerði góða ferð suður til Portsmouth þar sem liðið vann dýrmætan 4-1 útisigur gegn heillum horfnum lærisveinum Tony Adams.

Craig Bellamy var allt í öllu hjá West Ham og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Nadir Belhadj com Portsmouth yfir í leiknum en Jack Collison jafnaði fyrir West Ham. Carlton Cole kom West Ham í 2-1 eftir rúmlega klukkutímaleik og Bellamy sá um rest.

Þetta var fyrsti sigur West Ham á Portsmouth í úrvalsdeildinni og skilaði lærisveinum Gianfranco Zola í 13. sætið. Hermann Hreiðarsson var allan tímann á varamannabekk Portsmouth.

Loks gerðu Tottenham og Fulham markalaust jafntefli á White Hart Lane.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×