Liverpool aftur á toppinn - City í stuði 26. desember 2008 17:06 Robbie Keane og Steven Gerrard fagna öðru marka Írans NordicPhotos/GettyImages Liverpool smellti sér aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í dag með auðveldum 3-0 sigri á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton. Liverpool hafði gert þrjú jafntefli í röð á Anfield en ekkert slíkt var uppi á teningnum í dag þó knattspyrnustjórinn Rafa Benitez væri í stúkunni þar sem hann er enn að jafna sig eftir aðgerð. Liverpool náði forystu með marki Albert Riera sem skoraði eftir hornspyrnu. Robbie Keane bætti við öðru marki eftir sendingu Steven Gerrard og Írinn knái bætti svo við þriðja markinu eftir góða skyndisókn. Liverpool hefur þannig tekið eins stigs forystu á toppnum á ný. Bolton hafði unnið þrjá af síðustu fjórum útileikjum sínum en áttu aldrei möguleika í dag. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton. Staðan í úrvalsdeildinni Brown las sínum mönnum pistilinn í hálfleikPhil Brown messaði yfir sínum mönnumAFPLið Manchester City hefur alls ekki náð sér á strik undanfarið en í dag hristi liðið af sér slenið og tók Hull í kennslustund í Manchester 5-1.City hafði 4-0 forystu í hálfleik og Phil Brown stjóri Hull lét sína menn sitja eftir á grasinu fyrir framan stuðningsmenn sína þegar flautað var til hálfleiks - og las þeim pistilinn.Það dugði þó skammt og liðin gerðu sitt hvort markið í síðari hálfleiknum, en sigurinn nægir eflaust til að skera Mark Hughes stjóra City niður úr snörunni tímabundið.Felipe Caicedo og Robinho skoruðu tvö mörk hvor í leiknum og Stephen Ireland skoraði fimmta markið - en hann lagði upp þrjú fyrstu mörk liðsins og var maður leiksins.Everton heldur áfram að klífa töfluna og komst í sjötta sæti deildarinnar í dag með 1-0 sigri á Middlesbrough. Það var enn og aftur Gary Cahill sem tryggði liðinu sigurinn. Þetta var ellefti útisigur Everton á leiktíðinni og aðeins Chelsea hefur unnið fleiri á þeim vettvangi í vetur.Wigan vann góðan 2-1 sigur á Newcastle þar sem Ryan Taylor hélt áfram ótrúlegri markaskorun sinni gegn þeim svarthvítu. Taylor skoraði mark beint úr aukaspyrnu gegn Newcastle og var þetta fjórði leikurinn í röð sem miðjumaðurinn skorar gegn liðinu.Amr Zaki skoraði úr vítaspyrnu fyrir Wigan en Danny Guthrie náði að minnka muninn úr víti fyrir Newcastle sem var aðeins með tíu menn eftir brottvísun Sebastien Bassong.Loks gerðu Sunderland og Blackburn markalaust jafntefli í miklum baráttuleik þar sem Jason Roberts fór afar illa að ráði sínu í blálokin þegar hann klúðraði algjöru dauðafæri fyrir Blackburn. Gestirnir áttu líka stangarskot í leiknum.Úrslitin í leikjunum sem hófust klukkan 15:00Liverpool 3 - 0 Bolton Wanderers 1-0 A. Riera ('26) 2-0 R. Keane ('53) 3-0 R. Keane ('58) Manchester City 5 - 1 Hull City 1-0 F. Caicedo ('15) 2-0 F. Caicedo ('27) 3-0 Robinho ('28) 4-0 Robinho ('36) 4-1 C. Fagan ('80) 5-1 S. Ireland ('82) Middlesbrough 0 - 1 Everton 0-1 T. Cahill ('50) Wigan Athletic 2 - 1 Newcastle United 1-0 R. Taylor ('29) 2-0 Amr Zaki ('70, víti) 2-1 D. Guthrie ('88, víti)Sunderland 0 - 0 Blackburn Rovers Enski boltinn Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira
Liverpool smellti sér aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í dag með auðveldum 3-0 sigri á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton. Liverpool hafði gert þrjú jafntefli í röð á Anfield en ekkert slíkt var uppi á teningnum í dag þó knattspyrnustjórinn Rafa Benitez væri í stúkunni þar sem hann er enn að jafna sig eftir aðgerð. Liverpool náði forystu með marki Albert Riera sem skoraði eftir hornspyrnu. Robbie Keane bætti við öðru marki eftir sendingu Steven Gerrard og Írinn knái bætti svo við þriðja markinu eftir góða skyndisókn. Liverpool hefur þannig tekið eins stigs forystu á toppnum á ný. Bolton hafði unnið þrjá af síðustu fjórum útileikjum sínum en áttu aldrei möguleika í dag. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton. Staðan í úrvalsdeildinni Brown las sínum mönnum pistilinn í hálfleikPhil Brown messaði yfir sínum mönnumAFPLið Manchester City hefur alls ekki náð sér á strik undanfarið en í dag hristi liðið af sér slenið og tók Hull í kennslustund í Manchester 5-1.City hafði 4-0 forystu í hálfleik og Phil Brown stjóri Hull lét sína menn sitja eftir á grasinu fyrir framan stuðningsmenn sína þegar flautað var til hálfleiks - og las þeim pistilinn.Það dugði þó skammt og liðin gerðu sitt hvort markið í síðari hálfleiknum, en sigurinn nægir eflaust til að skera Mark Hughes stjóra City niður úr snörunni tímabundið.Felipe Caicedo og Robinho skoruðu tvö mörk hvor í leiknum og Stephen Ireland skoraði fimmta markið - en hann lagði upp þrjú fyrstu mörk liðsins og var maður leiksins.Everton heldur áfram að klífa töfluna og komst í sjötta sæti deildarinnar í dag með 1-0 sigri á Middlesbrough. Það var enn og aftur Gary Cahill sem tryggði liðinu sigurinn. Þetta var ellefti útisigur Everton á leiktíðinni og aðeins Chelsea hefur unnið fleiri á þeim vettvangi í vetur.Wigan vann góðan 2-1 sigur á Newcastle þar sem Ryan Taylor hélt áfram ótrúlegri markaskorun sinni gegn þeim svarthvítu. Taylor skoraði mark beint úr aukaspyrnu gegn Newcastle og var þetta fjórði leikurinn í röð sem miðjumaðurinn skorar gegn liðinu.Amr Zaki skoraði úr vítaspyrnu fyrir Wigan en Danny Guthrie náði að minnka muninn úr víti fyrir Newcastle sem var aðeins með tíu menn eftir brottvísun Sebastien Bassong.Loks gerðu Sunderland og Blackburn markalaust jafntefli í miklum baráttuleik þar sem Jason Roberts fór afar illa að ráði sínu í blálokin þegar hann klúðraði algjöru dauðafæri fyrir Blackburn. Gestirnir áttu líka stangarskot í leiknum.Úrslitin í leikjunum sem hófust klukkan 15:00Liverpool 3 - 0 Bolton Wanderers 1-0 A. Riera ('26) 2-0 R. Keane ('53) 3-0 R. Keane ('58) Manchester City 5 - 1 Hull City 1-0 F. Caicedo ('15) 2-0 F. Caicedo ('27) 3-0 Robinho ('28) 4-0 Robinho ('36) 4-1 C. Fagan ('80) 5-1 S. Ireland ('82) Middlesbrough 0 - 1 Everton 0-1 T. Cahill ('50) Wigan Athletic 2 - 1 Newcastle United 1-0 R. Taylor ('29) 2-0 Amr Zaki ('70, víti) 2-1 D. Guthrie ('88, víti)Sunderland 0 - 0 Blackburn Rovers
Enski boltinn Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Sjá meira