Fótbolti

Löw í rónni yfir frammistöðu Hollands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joachim Löw landsliðsþjálfari og Michael Ballack fyrirliði Þjóðverja á blaðamannafundi í dag.
Joachim Löw landsliðsþjálfari og Michael Ballack fyrirliði Þjóðverja á blaðamannafundi í dag. Nordic Photos / AFP

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, segir að vissulega hafi Holland spilað vel í 3-0 sigrinum á Ítalíu - en ekki svo vel.

Hann sagði að úrslit leiksins væru ef til vill ekki í takt við leikinn. „Þeir spiluðu vissulega vel en við skulum alveg slaka á öllu tali um að þeir hafi með frammistöðu sinni sett markið hátt fyrir önnur lið," sagði Löw.

„Holland er ekki eina liðið sem vann fyrsta leikinn sinn í keppninni. Portúgal spilaði mjög vel og við sjálfir byrjuðum mótið ágætlega."

„Það er ekki einu sinni tilvikið að Hollendingar hafi stjórnað leiknum frá a til ö. Ítalir fengu nokkur góð tækifæri og ef þeir hefðu náð að jafna hefði úrslitin getað orðið önnur."

„Það hefur enginn rætt um að Þýskaland séu meistaraefni bara eftir einn leik. Það er nóg eftir af mótinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×