Enski boltinn

Hull í ensku úrvalsdeildina

Hinn síungi Dean Windass fagnar 60 milljón punda marki sínu
Hinn síungi Dean Windass fagnar 60 milljón punda marki sínu NordcPhotos/GettyImages

Hull City tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri á Bristol City í úrslitaleik umspilsins á Wembley. Það var hinn 39 ára gamli Dean Windass sem skoraði eina mark leiksins.

Þetta er í fyrsta skipti í 104 ára sögu Hull sem liðið tryggir sér sæti í efstu deild á Englandi.

Sagt er að lið sem tryggir sér sæti í úrvalsdeildinni sé þar með að tryggja sér tekjur upp á allt að 60 milljónir punda þegar allt er talið eða á níunda milljarð króna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×