Enski boltinn

Guðjón næsti stjóri Crewe

Elvar Geir Magússon skrifar

Guðjón Þórðarson hefur gengið frá samningi við enska 2. deildarliðið Crewe Alexandra. Samningur hans er út þetta tímabil til að byrja með og verður staða mála skoðuð eftir það.

Guðjón mun taka við liðinu á þriðjudag og verður hans fyrsti leikur með liðið gegn Millwall þann 3. janúar. Bráðabirgðastjórinn Dario Gradi stýrir Crewe í næsta leik.

„Það er flott að vera kominn aftur í „geimið". Þetta er krefjandi verkefni en ég hef tekist á við krefjandi verkefni áður, eins og að koma Stoke upp í 1. deild. Ég er hvergi smeykur," sagði Guðjón við Vísi en Crewe er í botnsæti 2. deildarinnar.

„Það er toppaðstaða hjá þessu félagi og mér lýst vel á þetta," sagði Guðjón sem var látinn taka pokann sinn hjá ÍA síðasta sumar. Hann hefur reynslu af þjálfun á Englandi og hefur áður stýrt Stoke, Barnsley og Notts County þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×