Enski boltinn

Knox og Mathias stýra Blackburn til bráðabirgða

Elvar Geir Magnússon skrifar
Archie Knox.
Archie Knox.

John Williams, stjórnarformaður Blackburn, hefur veitt Ray Mathias og Archie Knox stöðuhækkanir meðan liðið leitar að knattspyrnustjóra til frambúðar.

Mathias hefur verið aðstoðarmaður Paul Ince sem rekinn var í morgun. Hann var einnig aðstoðarmaður Ince hjá Macclesfield Town og MK Dons og fylgdi honum síðan til Blackburn. Knox er í þjálfaraliði Blackburn.

„Við leggjum áherslu á að leikmenn fái eðlilegan undirbúning fyrir næsta leik. Ef eitthvað nýtt gerist fyrir leikinn þá lætur stjórnarformaðurinn okkur vita. Sem stendur erum við með stjórnartaumana," sagði Mathias.

„Það eru gríðarleg vonbrigði hvernig fór. Maður finnur það hjá öllum. Maður getur séð það í augum leikmanna en ég þekki Paul Ince mjög vel og ég veit að hann kemur sterkur til baka."


Tengdar fréttir

Paul Ince rekinn frá Blackburn

Blackburn hefur staðfest að Paul Ince hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra félagsins en liðið hefur tapað sex leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×