Enski boltinn

Paul Ince rekinn frá Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Ince var rekinn í dag.
Paul Ince var rekinn í dag. Nordic Photos / Getty Images

Blackburn hefur staðfest að Paul Ince hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra félagsins en liðið hefur tapað sex leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Ince var ráðinn til Blackburn í júní síðastliðnum og segir á heimasíðu Blackburn að stjórn félagsins hafi ætlað sér að gefa Ince tíma til að aðlagast nýja starfinu.

Hins vegar hafi staða félagsins í deildinni verið óviðunandi. „Blackburn náði sjöunda sæti í deildinni í fyrra en við erum nú í nítjánda sæti. Það er algert forgangsatriði að liðið haldi sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Við munum nú einbeita okkur að því að finna mann sem getur komið liðinu aftur á sinn stall í deildinni," sagði John Williams, stjórnarformaður Blackburn.

„Paul mun jafna sig á þessu. Hann er mikill baráttumaður og við óskum honum alls hins besta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×