Innlent

Ræddu friðargæslu á Srí Linka

Rohiþa Bogollagama, utanríkisráðherra Srí Lanka, átti í morgun fundi með Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra.

Ráðherrarnir ræddu stöðu mála í landinu eftir að vopnahléssamkomulagi stjórnvalda og uppreisnarmanna Tamíltígra var sagt upp í byrjun árs. Þar með lauk vopnahléeftirliti Íslendinga og Norðmanna í landinu. Ráðherrarnir ræddu einnig samstarf Íslands og Srí Lanka á ýmsum sviðum. Bogollagama sagði á blaðamannafundi að hann myndi leggja sitt af mörkum til að tryggja framgang tvísköttunar- og loftferðasamninga milli ríkjanna.

Hér á landi eru nú staddir um níu hundruð sérfræðingar frá fimmtíu löndunm, sem vita manna mest um eldgos. Þeir miðla af þekkingu sinni næstu daga í Háskóla Íslands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×