Innlent

Vörubílstjórar mótmæla við Bessastaði

Sturla Jónsson vöruflutningabílstjóri.
Sturla Jónsson vöruflutningabílstjóri.

Vöruflutningabílstjórar eru á leið upp að Bessastöðum til að mótmæla, en þar stendur nú yfir hádegisverður til heiðurs Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu. Sturla Jónsson, talsmaður vöruflutningabílstjóra, segir að mikil löggæsla sé í kringum vöruflutningabílstjórana. Hann segir að ekki standi til að stöðva umferð, en bílstjórarnir muni aka um á löglegum hraða til að vekja athygli á málstað sínum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.