Enski boltinn

Tvöfalt hjá kvennaliði Arsenal

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alex Scott með bikarinn.
Alex Scott með bikarinn.

Kvennalið Arsenal vann FA bikarinn í dag með fyrirhafnarlitlum 4-1 sigri gegn kvennaliði Leeds. Arsenal er algjört yfirburðarlið í ensku kvennafótbolta og vann einnig Englandsmeistaratitilinn.

Arsenal hefur unnið Englandsmeistaratitilinn í kvennaflokki fimm ár í röð. Arsenal hefur unnið bikarkeppnina níu sinnum og aldrei tapað úrslitaleik. Liðið hefur unnið 29 stóra titla á sextán árum.

Mikið hefur verið rætt um það á Englandi að breyta fyrirkomulaginu í kvennaflokki þar sem yfirburðir Arsenal séu svo miklir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×