Fótbolti

Rangers tapaði mikilvægum stigum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Christian Dailly skoraði fyrir Rangers í dag en það dugði ekki til.
Christian Dailly skoraði fyrir Rangers í dag en það dugði ekki til. Nordic Photos / Getty Images

Motherwell og Rangers gerðu í dag 1-1 jafntefli í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Christian Dailly kom Rangers yfir á 30. mínútu en Chris Porter jafnaði fyrir Motherwell í upphafi síðari hálfleiks.

Celtic er nú með þriggja stiga foyrstu á Rangers á toppi deildarinnar en Rangers á reyndar leik til góða. Celtic á einn leiki eftir og Rangers tvo. Celtic er þó með betra markahlutfall og stendur því vel að vígi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×