Fulham stal stigum af Chelsea 28. desember 2008 16:22 Clint Dempsey fagnar að hætti hússins AFP Chelsea varð á í messunni í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið varð að gera sér að góðu 2-2 jafntefli við Fulham á Craven Cottage. Það var Clint Dempsey sem var hetja Fulham þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins skömmu fyrir leikslok, en fram að því leit út fyrir að tvö mörk Frank Lampard hefðu tryggt Chelsea öll stigin. Það var Dempsey sem kom Fulham yfir í leiknum, en jafnteflið þýðir að Chelsea er nú þremur stigum á eftir toppliði Liverpool. William Gallas tryggði Arsenal gríðarlega mikilvæg þrjú stig þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Portsmouth með skallamarki á 81. mínútu eftir mistök David James markvarðar. Tony Adams varð þar með að sætta sig við enn eitt tapið síðan hann tók við Portsmouth og sótti ekki gull í greipar læriföður síns Arsene Wenger í dag. Hermann Hreiðarsson kom ekki við sögu hjá Portsmouth og sat á bekknum. West Brom krækti í dýrmæt þrjú stig þegar liðið fékk Tottenham í heimsókn og sigraði 2-0. Gestirnir virðast vera búnir að missa flugið sem þeir komust á eftir að Harry Redknapp tók við liðinu, en það hjálpaði reyndar ekki að liðið missti Beniot Assou-Ekotto af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik. Sigurinn lyfti West Brom af botni deildarinnar. Everton heldur áfram á góðri siglingu þrátt fyrir framherjaleysið og í dag vann liðið 3-0 sigur á Sunderland í fyrsta leik Ricky Sbragia síðan hann var gerður að varanlegum stjóra liðsins. Mikel Arteta skoraði tvö mörk Everton og hinn ungi Dan Gosling skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. West Ham lagði Stoke 2-1 þar sem mark í lokin tryggði sigur heimamanna, en Stoke lék með tíu menn í lokin eftir undarlega uppákomu. Ricardo Fuller var vikið af velli fyrir átök við liðsfélaga sinn. Loks vann Wigan fimmta sigur sinn í sex leikjum þegar það lagði Bolton 1-0 á útivelli. Amr Zaki skoraði sigurmark Wigan úr vítaspyrnu. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton. Arsenal 1 - 0 Portsmouth 1-0 W. Gallas ('82)Bolton 0 - 1 Wigan 0-1 A. Zaki ('44, víti)Everton 3 - 0 Sunderland 1-0 M. Arteta ('10) 2-0 M. Arteta ('27) 3-0 D. Gosling ('83)Fulham 2 - 2 Chelsea 1-0 C. Dempsey ('10) 1-1 F. Lampard ('50) 1-2 F. Lampard ('73) 2-2 C. Dempsey ('90)West Brom 2 - 0 Tottenham 1-0 R. Bednar ('83) 2-0 C. Beattie ('90)West Ham 2 - 1 Stoke 0-1 Abdoulaye Fayé ('5) 1-1 C. Cole ('51) 2-1 D. Tristán ('87) Staðan í deildinni Enski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Chelsea varð á í messunni í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið varð að gera sér að góðu 2-2 jafntefli við Fulham á Craven Cottage. Það var Clint Dempsey sem var hetja Fulham þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins skömmu fyrir leikslok, en fram að því leit út fyrir að tvö mörk Frank Lampard hefðu tryggt Chelsea öll stigin. Það var Dempsey sem kom Fulham yfir í leiknum, en jafnteflið þýðir að Chelsea er nú þremur stigum á eftir toppliði Liverpool. William Gallas tryggði Arsenal gríðarlega mikilvæg þrjú stig þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Portsmouth með skallamarki á 81. mínútu eftir mistök David James markvarðar. Tony Adams varð þar með að sætta sig við enn eitt tapið síðan hann tók við Portsmouth og sótti ekki gull í greipar læriföður síns Arsene Wenger í dag. Hermann Hreiðarsson kom ekki við sögu hjá Portsmouth og sat á bekknum. West Brom krækti í dýrmæt þrjú stig þegar liðið fékk Tottenham í heimsókn og sigraði 2-0. Gestirnir virðast vera búnir að missa flugið sem þeir komust á eftir að Harry Redknapp tók við liðinu, en það hjálpaði reyndar ekki að liðið missti Beniot Assou-Ekotto af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik. Sigurinn lyfti West Brom af botni deildarinnar. Everton heldur áfram á góðri siglingu þrátt fyrir framherjaleysið og í dag vann liðið 3-0 sigur á Sunderland í fyrsta leik Ricky Sbragia síðan hann var gerður að varanlegum stjóra liðsins. Mikel Arteta skoraði tvö mörk Everton og hinn ungi Dan Gosling skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. West Ham lagði Stoke 2-1 þar sem mark í lokin tryggði sigur heimamanna, en Stoke lék með tíu menn í lokin eftir undarlega uppákomu. Ricardo Fuller var vikið af velli fyrir átök við liðsfélaga sinn. Loks vann Wigan fimmta sigur sinn í sex leikjum þegar það lagði Bolton 1-0 á útivelli. Amr Zaki skoraði sigurmark Wigan úr vítaspyrnu. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton. Arsenal 1 - 0 Portsmouth 1-0 W. Gallas ('82)Bolton 0 - 1 Wigan 0-1 A. Zaki ('44, víti)Everton 3 - 0 Sunderland 1-0 M. Arteta ('10) 2-0 M. Arteta ('27) 3-0 D. Gosling ('83)Fulham 2 - 2 Chelsea 1-0 C. Dempsey ('10) 1-1 F. Lampard ('50) 1-2 F. Lampard ('73) 2-2 C. Dempsey ('90)West Brom 2 - 0 Tottenham 1-0 R. Bednar ('83) 2-0 C. Beattie ('90)West Ham 2 - 1 Stoke 0-1 Abdoulaye Fayé ('5) 1-1 C. Cole ('51) 2-1 D. Tristán ('87) Staðan í deildinni
Enski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira